Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 18:03 Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan bygginguna í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í kjölfar sprengingarinnar í dag. AP Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26