Sancho gæti snúið aftur til Dortmund Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2024 06:39 Jadon Sancho gæti snúið aftur til Dortmund á láni. Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, geti snúið aftur til Borussia Dortmund á láni áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok janúar. Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Sancho, sem lék með Dortmund frá 2017-2021, gekk í raðir Manchester United sumarið 2021. Hann hefur leikið 58 deildarleiki fyrir félagið, en Englendingurinn hefur verið úti í kuldanum stærstan hluta yfirstandandi tímabils. Leikmaðurinn lenti í útistöðum við þjálfara liðsins, Erik ten Hag, þar sem Sancho sagðist hafa verið gerður að blóraböggli eftir að hollenski þjálfarinn sagði að Sancho hafi ekki verið í leikmannahópi Manchester United vegna frammistöðu hans á æfingum. Sancho hefur svo neitað að biðjast afsökunar á ummælum sínum og hefur, frá því að þau féllu í september á síðasta ári, ekki fengið að æfa eða spila með aðalliði félagsins. Nú berast fréttir af því að Sancho gæti snúið aftur til Dormund nú þegar félagsskiptaglugginn er opinn. Talið er að Dortmund sé tilbúið að bjóða Sancho lánssamning og félagið bindur vonir við að næla í vængmanninn út yfirstandandi tímabil í það minnsta. 🚨🟡⚫️ More on Jadon Sancho: he’s keen on Borussia Dortmund return as he considers this option as ideal to find his best form again.Borussia Dortmund and Man United are now in negotiations over loan fee and salary coverage.Deal on. Green light from Jadon, waiting for United. pic.twitter.com/dYqcPlEdNY— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024 Sancho, sem var keyptur frá Dortmund á 73 milljónir punda, gæti því snúið aftur til félagsins þar sem hann sprakk fyrst út. Þó er talið að Manchester United muni þurfa að greiða stóran hluta af launum leikmannsins ef af lánssamningnum á að verða, sökum þess hversu mikið laun hans hækkuðu eftir að hann færði sig frá Dortmund til Manchester United.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira