Tryggjum mannréttindi fyrir öll! Steinunn Bergmann skrifar 3. janúar 2024 20:31 Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun