Tryggjum mannréttindi fyrir öll! Steinunn Bergmann skrifar 3. janúar 2024 20:31 Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun