Tryggjum mannréttindi fyrir öll! Steinunn Bergmann skrifar 3. janúar 2024 20:31 Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ) var með aðventufund 11. desember sl. í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum 10. desember. Að þessu sinni var sjónum beint að málefnum fólks sem glímir við geðrænar áskoranir, sem segja má að hafi verið framhald aðventufundar árið 2022 þar sem horft var til fólks með færniskerðingar almennt út frá þátttöku í samfélaginu er varðar nám og starf. Fundurinn var haldinn í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma bárust fréttir af því að dag- og göngudeildir geðþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri væru lokaðar frá 11. desember 2023 til og með 12. janúar 2024. Ástæðan sögð læknaskortur og þörf á að þróa starfsemina frekar en jafnframt kom fram að komur á deildina væru um 9000 það sem af er ári (sbr. frétt Ríkisútvarpsins 8. desember sl. á). Þetta veldur óöryggi hjá skjólstæðingum dag- og göngudeilda sem leita þess í stað til félagsráðgjafa hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga. Vert er að hafa í huga að lokun í einu kerfi eykur álag á annað og því er nauðsynlegt að efla þverfaglegt starf og samþætta þjónustu þvert á þjónustukerfi. Það er mikilvægt að tryggja órofna þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp. Á aðventufundi FÍ var fjallað um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu og meðal annars bent á að ef hún er ekki til staðar skapast hætta á heimilisleysi og að fólk búi við óviðunandi húsnæðisaðstæður sem getur stuðlað að auknum kvíða, streitu og ýmsum geðrænum áskorunum. Sú alvarlega staða sem er á húsnæðismarkaði reynist erfið fyrir þennan hóp sem verður fyrir fordómum, jaðarsetningu og útskúfun auk þess að hafa færri tækifæri til að bæta stöðu sína. Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027. Áætlunin felur í sér 27 aðgerðir til að hrinda í framkvæmd stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem samþykkt var á Alþingi 15. júní 2022. Þingsályktunin var samþykkt einróma með öllum greiddum atkvæðum þingmanna. Stefna í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 skiptist í fjóra áhersluþætti. Annar áhersluþátturinn lýtur að því að heildræn geðheilbrigðisþjónusta verði samþætt og byggist á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu. Auk þess að geðheilbrigðisþjónusta verði veitt af hæfu starfsfólki á viðeigandi þjónustustigum í árangursríku samstarfi milli hlutaðeigandi þjónustuveitenda. Félagsráðgjafar eru ein þeirra lykilfagstétta sem hafa mikla þekkingu og reynslu af stöðu málefna fólks sem glímir við geðrænar áskoranir. Í siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi kemur fram að: Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Fólk sem glímir við alvarlega geðsjúkdóma þarf oft að bíða svo árum skiptir eftir viðeigandi þjónustu, sumir hverjir eru fastir í innlögn á geðdeild eða réttargeðdeild þar sem búsetuúrræði í nærumhverfi skortir. Það er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að tryggja viðeigandi þjónustu fyrir þennan hóp og byggja upp búsetuúrræði með sólarhringsþjónustu fyrir þau sem þurfa mikinn stuðning. Við þurfum sem samfélag að skapa rými og tækifæri fyrir öll og bindum vonir við að nýtt fagráð verði sá breiði samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál með bæði ráðgefandi og stefnumótandi hlutverk sem því er ætlað með það að markmiði að styðja við stöðuga þróun og umbætur í málaflokknum. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun