„Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur“ Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 22:21 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin hafa reynt að halda aftur af sér hvað varðar verðhækkanir á þessu ári. Sveitarfélögin vilja taka meira þátt í samtalinu þegar kemur að launahækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01