Loksins laus úr vítahringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Oliver Stefánsson í einum af fáum leikjum þar sem hann fékk tækifærið með Blikaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Oliver Stefánsson kemur heim upp á Skaga og leikur með ÍA í Bestu-deildinni í sumar. Hann segist vera búinn að jafna sig að fullu á erfiðum meiðslum og segist þurfa að spila mun meira en hann gerði á síðasta tímabili. Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Oliver lék síðast með ÍA í hitteðfyrra þegar liðið féll niður í næstefstu deild. Eftir að Skagamenn féllu þá samdi Oliver við þáverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Hann var hins vegar á eftir Damir Muminovic og Viktori Erni Margeirssyni í goggunarröðinni þegar Blikar lentu í fjórða sæti Bestu deildarinnar. Oliver var á láni hjá ÍA frá sænska liðinu Norrköping sumarið 2022 en Breiðablik keypti hann í kjölfarið frá Svíþjóð. Hann hefur nú skipt alfarið yfir til ÍA og gerði samning út leiktíðina 2025. Hlakkar til að fá að spila fótbolta aftur „Ég er mjög spenntur og hlakka til að fá að spila fótbolta aftur. Það er komið of langt síðan,“ sagði Oliver Stefánsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. „Ég var lengi frá og þegar ég var orðinn góður þá fékk ég annað. Svo þegar ég var orðinn góður af því þá kom hitt til baka. Þetta var smá vítahringur og ég er búinn að vera vinna í því að losna úr honum,“ sagði Oliver og fór aðeins nánar yfir meiðslin sín. Fékk blóðtappa „Fyrst þurfti ég að fara í aðgerð á mjöðm og var lengi frá eða í eitt og hálft ár. Svo tók ég undirbúningstímabilið út í Norrköping en fékk þá blóðtappa í hálsinn og lungun. Þá var ég líka frá í eitt ár,“ sagði Oliver. „Þá rýrnaði svo mikið af því sem var búið að vinna upp í mjöðminni að ég fékk því aftur í mjöðmina og var aftur frá í sex til átta mánuði. Núna er ég búinn að ná að byggja það aftur upp. Þetta var smá vítahringur fram og til baka,“ sagði Oliver. Oliver er að koma út úr mjög löngu tímabili með Blikum þá að hann hafi ekki sjálfið komið mikið við sögu í leikjum liðsins. Tímabilinu lauk í desember þegar Blikar féllu úr leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er nú í fríi á Spáni. Lagði saman tvo og tvo Var þetta erfitt fyrir hann að vera lítið að spila en fara í gegnum svona langt tímabil? „Ég bjóst við því að fá að spila mikið meira og þetta voru því ákveðin vonbrigði. Svo leggur maður tvo og tvo saman. Ég var ekkert brjálaður eftir hvern einasta leik, tuttugu leiki í röð,“ sagði Oliver. „Til að byrja með voru þetta mikil vonbrigði en ég lagði bara meira á mig og æfði meira,“ sagði Oliver og nú ætlar hann sér að gera góða hluti með ÍA í sumar. Stefnan er alltaf sett hátt. „Ég held að það sé alltaf stefnan upp á Skaga þótt að það takist ekki alltaf. Mér líst hrikalega vel á þetta og það sem Skaginn er búinn að vera gera undanfarin í leikmannamálum og starfsliði. Ég þekki vel til í klúbbnum og veit að það eru allir að stefna í sömu átt,“ sagði Oliver. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira