Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 14:41 PepsiCo framleiðir ýmsar vörur líkt og Pepsí, 7UP og Doritos. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana. Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í umfjöllun Financial Times kemur fram að keðjan muni frá og með deginum í dag því hætta sölu á vörum líkt og Pepsí, 7UP og Doritos snakki. Haft er eftir talsmanni verslanakeðjunnar að skilti verði sett upp þeirra í stað þar sem viðskiptavinum verði greint frá því að ástæðan sé „óásættanleg verðhækkun.“ Matvöruframleiðendur í Frakklandi og verslanakeðjur hafa átt í samningaviðræðum um matarverð. Samkvæmt talsmanni Carrefour hafa þær samningaviðræður við PepsiCo reynst afar flóknar. Carrefour hafi viljað lækka verð í takt við stöðu efnahagsmála á heimsvísu en PepsiCo hafi hinsvegar viljað hækkun. Samningaviðræðunum á að vera lokið fyrir enda janúar. Það er tveimur mánuðum fyrr en allajafna, sökum tilmæla frá yfirvöldum þar í landi sem vilja að lægri verðbólga skili sér fyrr í lægra vöruverði til neytenda. Í umfjöllun Financial Times er þess getið að Carrefour hafi ekki viljað gefa upp hverslags tölur PepsiCo hafi farið fram á í verðhækkunum. Fyrirtækið vildi ekki tjá sig um málið. Þá kemur fram að keppinautur PepsiCo, Coca-Cola hafi einnig viljað hækka verð á sínum vörum í Frakklandi, um sjö prósent á næsta ári. Það hafi einnig leitt til erfiðra samningaviðræðna við stjórnendur matvöruverslana í landinu. Segir í umfjöllun miðilsins að ekki sé um að ræða fyrsta skiptið sem matvöruverslanir beiti slíkum ráðum gegn framleiðendum þar í landi. Önnur matvöruverslanakeðja, Leclerc, hafi í sumar stöðvað sölu á drykkjum frá framleiðandanum Pernod Ricard tímabundið vegna hækkana.
Frakkland Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Neytendur eigi meira inni Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira