„Gleymi aldrei því sem við upplifðum saman“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Freyr Alexandersson var og verður í miklum metum í Lyngby. Getty/Jan Christensen Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson kveður sína gömlu vinnuveitendur hjá Lyngby, stuðningsmenn og alla sem að félaginu koma, í hjartnæmu myndbandi í dag. Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024 Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Greinilegt er af myndbandinu hve þakklátur Freyr er fyrir þau tvö og hálft ár sem hann hefur búið í Danmörku og þjálfað Lyngby. Hann stýrði liðinu í fyrstu tilraun upp í dönsku úrvalsdeildina, hélt því þar með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, og skilur nú við það um miðja deild til að taka við Kortrijk í Belgíu. „Ég hef átt fjölda stórkostlegra stunda í Lyngby Boldklub og finnst ég óhemju heppinn að hafa verið hluti af þessu félagi, sem hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og mína fjölskyldu. Nú er því miður kominn tími til að kveðja – því miður, vegna þess að það er svo erfitt að kveðja félagið og allt það sem við höfum átt hér saman,“ segir Freyr í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) „Ég vil nýta tækifærið til að segja takk við alla í kringum félagið – stuðningsmenn, styrktaraðila og samverkamenn mína. Mér er svo annt um alla í Lyngby-fjölskyldunni og ég gleymi aldrei því sem við upplifðum saman,“ segir Freyr og kveðst ekki í vafa um að Lyngby verði áfram stýrt í rétta átt með samtakamætti allra þeirra sem að félaginu koma. Í frétt á vef Lyngby þakkar félagið Frey sömuleiðis „fyrir stórkostlegan tíma sem mun aldrei gleymast“, og á samfélagsmiðlum birtist þetta myndband honum til heiðurs: TAK FOR ALT, FREYR #SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30 Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Freyr á leið í kirkjugarð þjálfara Óhætt er að segja að Freyr Alexandersson takist á við afar krefjandi verkefni sem nýr þjálfari belgíska liðsins Kortrijk. Malasískur auðjöfur með tengsl við Ísland er eigandi félagsins sem hefur ört skipt um þjálfara síðustu ár. 4. janúar 2024 13:30
Freyr gerði fimm missera samning Belgíska knattspyrnufélagið Kortrijk hefur nú staðfest kaup sín á þjálfaranum Frey Alexanderssyni. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2026. 5. janúar 2024 09:49