Gjör rétt - þol ei órétt! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. janúar 2024 08:01 Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Hvalveiðar Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er mér algerlega lífins ómögulegt eftir úrskurð umboðsmanns Alþingins í Hvalveiðimálinu svokallaða og viðbragða hlutaðeigandi ráðherra og samstarfsflokka, að styðja á nokkurn hátt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Viðbrögð matvælaráðherra, vegna úrskurðarins, sem voru eitthvað á þann hátt, að nauðsynlegt hafi verið, þar sem lögin sem unnið hafi verið eftir séu svo gömul og úrelt að ganga fram með þessum hætti. Það er að þverbrjóta stjórnsýslulög og ganga jafn freklega fram gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna og raun ber vitni, eru svo gersamlega víðáttuvitlaus, óforskömmuð og gersamlega fordæmalaus, að segja má að ráðherrann hafi með þeim í rauninni verið að senda Alþingi Íslendinga, löggjafanum sjálfum og þjóðinni löngutöng. Það að ætla svo bara að taka þessu, eins og hverju öðru hundsbiti og halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi óbréyttu áfram er svo eiginlega enn verra en viðbrögð ráðherrans. Ríkisstjórnarsamstarf með óbreyttri ráðherraskipan, þýðir í rauninni það eitt, að samstarfsflokkar ráðherrans og reyndar hans eiginn flokkur, samþykkja með gjörðum sínum túlkun og viðbrögð ráðherrans á úrskurði umboðsmanns, þó þeir telji sig kannski meina annað með orðum sínum. En orð eru einskis virði, ef athafnir manna stefna svo í aðra átt. Það er að vísu alveg rétt, að framundan eru stór mál sem þarf að leysa, eins og verðbólga, vextir og að ná lendingu með aðilum vinnumarkaðsins. Bæði hins almenna og þess opinbera. Einnig er hægt að nefna önnur stór mál, eins og orkumál og útlendingamál. En þau verkefni er þó öll vel hægt að leysa, án aðkomu þess sem nú situr í stóli matvælaráðherra. Sjálfsagt myndi einhver segja að það gengi betur, ef téður ráðherra væri hvergi sjáanlegur og jafnvel enn betra betra ef að flokkur ráðherrans væri einnig í hæfilegri fjarlægð. Það þarf bara að hefjast handa og ekki una sér hvíldar uns árangri er náð. Það er ekkert minna undir en eitt stykki framtíð og velferð heillar þjóðar. Hvort um sig hlýtur í hugum okkar flestra að vega þyngra, en pólitískt líf hæstvirts matvælaráðherra. Gjör rétt – þol ei órétt! Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar