Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 10:35 Erpur Eyvindarson lofar svakalegum tónleikum í Laugardalshöll. Anna Margrét Árnadóttir XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson. Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson.
Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira