Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 13:58 Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Fagfólk á Landspítalanum hefur undanfarið lýst gríðarlegu álagi þar í fjölmiðlum. Þrátt fyrir að það séu gamalkunnug stef þá segist fólk aldrei hafa séð það svartara. Víða er líka mikil bið eftir tíma hjá læknum á heilsugæslunni sem virðist í einhverjum tilvikum aðeins geta sinnt bráðatilfellum og hafa t.d. miklar umræður spunnist um það á samfélagsmiðlum. Meiri læknaskortur hjá heilsugæslunni Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður félags íslenskra heimilislækna telur jafnvel meiri skort á læknum hjá heilsugæslunni en á Landspítalanum. „Þetta er all stór vandi sem endurspeglast bæði á spítalanum og hjá heilsugæslunni. Ég held hins vegar að á þessari stundu sé heilsugæslan ver stödd en spítalinn með tilliti til fjölda lækna,“ segir Margrét. Hún segir of fáa hafa fastan heimilislækni. „Í rauninni sýna tölur frá Sjúkratryggingum að einungis fimmtíu prósent íbúa eru með skráðan fastan heimilislækni. Það er dálítill munur millli hverfa. Þá sérstaklega út frá því hversu vel heilsugæslustöðin í þinu hverfi er mönnuð. Það að hafa fastan heimilislækni hefur hins egar bæði áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Það er miklu auðveldara að eiga í samskiptum við lækni sem þekkir þig. Þá er mikill munur á því að eiga samskipti í síma eða rafrænt við einhvern sem þú þekkir eða við ókunnuga manneskju. Það er afskaplega erfitt að taka læknisfræðilegar ályktanir um hluti í gegnum rafræn skilaboð um einstakling sem þú hefur aldrei hitt,“ segir hún. Þvert gegn stefnu stjórnvalda Hún segir þetta vera fyrst og fremst vegna skorts á læknum og þvert á stefnu stjórnvalda. „Stefnan hjá Sjúkratryggingum og hjá heilbrigðisráðuneytinu hefur verið að heimililæknar séu með fast skráða skjólstæðinga eins mikið og hægt er. Hver heimilislæknir má vera með um tólfhundruð skjólstæðinga,“ segir hún. Hún segir að lengi hafi verið bent á að þessi staða gæti komið upp. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessum skorti nú. Ein er að stór hluti heimilislækna er að komast á aldur. Þá er skortur á heimilislæknum á aldrinum 50-60 ára. Góðu fréttirnar eru að aftur hefur verið vinsælt að fara í sérnám í heimilislækningum á undanförnum árum þannig að við eigum von á nýjum hópi heimilislækna á næstu fimm til tíu árum,“ segir Margrét.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli. 5. janúar 2024 21:01