Umfjöllun: Austurríki - Ísland 30-37 | Fundu lausnir í Linz Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2024 19:00 Sigvaldi Guðjónsson skoraði ellefu mörk gegn Austurríki. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann Austurríki, 30-37, í seinni vináttulandsleik þjóðanna. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir EM sem hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Serbum á föstudaginn. Íslenska liðið lenti í meiri vandræðum en í leiknum á laugardaginn og leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við leikinn á laugardaginn gáfu Íslendingar í undir lokin í dag. Og gott betur því þeir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins, 9-2. Snorri Steinn Guðjónsson breytti yfir í 5-1 vörn sem gaf góða raun og Viktor Gísli Hallgrímsson kom aftur í markið og varði fjögur skot á lokakaflanum. Hann varði alls átján skot (47 prósent). Í sókninni raðaði Sigvaldi Guðjónsson inn mörkum en þau urðu alls ellefu í jafn mörgum skotum. Haukur Þrastarson átti frábæra innkomu á lokakaflanum og Viggó Kristjánsson og Janus Daði Smárason spiluðu sérlega vel í sókninni sem gekk mjög vel í seinni hálfleik. Þar skoraði íslenska liðið 21 mark og tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Viktor var góður í markinu og íslensku leikmennirnir voru eldsnöggir fram og refsuðu Austurríkismönnum ítrekað. Elvar Örn Jónsson kom Íslandi í 3-7 eftir níu mínútur en svo kom slæmur kafli. Sjö af næstu átta sóknum fóru forgörðum og Austurríki minnkaði muninn í eitt mark, 7-8. Íslendingar svöruðu með þremur mörkum gegn einu og komust í 8-11. En Austurríkismenn skoruðu næstu þrjú mörk og jöfnuðu í 11-11. Íslensku vörninni gekk afar illa að eiga við leikstjórnandann Lukas Hutecek og línumanninn Tobias Wagner og Austurríkismenn komust þrisvar sinnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. En Gísli Þorgeir Kristjánsson sá til þess að staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, þegar hann skoraði í þannn mund sem leiktíminn rann út. Íslendingar töpuðu boltanum sex sinnum í fyrri hálfleik og uppstilltur sóknarleikur var ekkert sérstakur. En hraðaupphlaupin gengu vel og skiluðu átta mörkum. Viktor var framúrskarandi í markinu og varði fjórtán skot, þar af tvö víti (47 prósent). Viggó skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleik og Íslendingar voru þar með búnir að skora fjögur mörk í röð og komnir í 16-19. Sigvaldi kom Íslandi svo fjórum mörkum yfir, 18-22. En heimamenn gáfu sig ekki. Sóknarleikur þeirra gekk mjög vel með Hutecek sem besta mann og þeir röðuðu inn mörkum án þess að íslenska vörnin og Björgvin Páll Gústavsson fengu rönd við reist. Lukas Herburger jafnaði metin í 25-25 og næstu mínútur héldust liðin í hendur, allt fram í 28-28. Þá snerist dæmið við, Íslendingum í vil. Breytingin yfir í 5-1 vörn gaf góða raun og Haukur kom með nýjan kraft í sóknina. Þeir Janus og Viggó tættu austurrísku vörnina í sig hvað eftir annað og Ísland skoraði fimm mörk í röð og komst í 28-33. Þá var björninn unninn en íslenska liðið gaf samt ekkert eftir og vann á endanum sjö marka sigur, 30-37. Hann var torsóttur og frammistaðan köflótt en íslenska liðið fann lausnir og keyrði svo yfir það austurríska á lokakaflanum. Þrettán mörk úr hraðaupphlaupum litu dagsins ljós og skotnýtingin var góð (74 prósent). Snorri Steinn hefur um nóg að hugsa fram að fyrsta leik á EM en hans menn fara samt eflaust nokkuð brattir inn í mótið eftir fjóra sigra í jafn mörgum leikjum undir stjórn nýja þjálfarans. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann Austurríki, 30-37, í seinni vináttulandsleik þjóðanna. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir EM sem hefst á miðvikudaginn. Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Serbum á föstudaginn. Íslenska liðið lenti í meiri vandræðum en í leiknum á laugardaginn og leikurinn var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Öfugt við leikinn á laugardaginn gáfu Íslendingar í undir lokin í dag. Og gott betur því þeir unnu síðustu ellefu mínútur leiksins, 9-2. Snorri Steinn Guðjónsson breytti yfir í 5-1 vörn sem gaf góða raun og Viktor Gísli Hallgrímsson kom aftur í markið og varði fjögur skot á lokakaflanum. Hann varði alls átján skot (47 prósent). Í sókninni raðaði Sigvaldi Guðjónsson inn mörkum en þau urðu alls ellefu í jafn mörgum skotum. Haukur Þrastarson átti frábæra innkomu á lokakaflanum og Viggó Kristjánsson og Janus Daði Smárason spiluðu sérlega vel í sókninni sem gekk mjög vel í seinni hálfleik. Þar skoraði íslenska liðið 21 mark og tapaði boltanum aðeins fjórum sinnum. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti. Viktor var góður í markinu og íslensku leikmennirnir voru eldsnöggir fram og refsuðu Austurríkismönnum ítrekað. Elvar Örn Jónsson kom Íslandi í 3-7 eftir níu mínútur en svo kom slæmur kafli. Sjö af næstu átta sóknum fóru forgörðum og Austurríki minnkaði muninn í eitt mark, 7-8. Íslendingar svöruðu með þremur mörkum gegn einu og komust í 8-11. En Austurríkismenn skoruðu næstu þrjú mörk og jöfnuðu í 11-11. Íslensku vörninni gekk afar illa að eiga við leikstjórnandann Lukas Hutecek og línumanninn Tobias Wagner og Austurríkismenn komust þrisvar sinnum yfir undir lok fyrri hálfleiks. En Gísli Þorgeir Kristjánsson sá til þess að staðan í hálfleik var jöfn, 16-16, þegar hann skoraði í þannn mund sem leiktíminn rann út. Íslendingar töpuðu boltanum sex sinnum í fyrri hálfleik og uppstilltur sóknarleikur var ekkert sérstakur. En hraðaupphlaupin gengu vel og skiluðu átta mörkum. Viktor var framúrskarandi í markinu og varði fjórtán skot, þar af tvö víti (47 prósent). Viggó skoraði fyrstu þrjú mörk seinni hálfleik og Íslendingar voru þar með búnir að skora fjögur mörk í röð og komnir í 16-19. Sigvaldi kom Íslandi svo fjórum mörkum yfir, 18-22. En heimamenn gáfu sig ekki. Sóknarleikur þeirra gekk mjög vel með Hutecek sem besta mann og þeir röðuðu inn mörkum án þess að íslenska vörnin og Björgvin Páll Gústavsson fengu rönd við reist. Lukas Herburger jafnaði metin í 25-25 og næstu mínútur héldust liðin í hendur, allt fram í 28-28. Þá snerist dæmið við, Íslendingum í vil. Breytingin yfir í 5-1 vörn gaf góða raun og Haukur kom með nýjan kraft í sóknina. Þeir Janus og Viggó tættu austurrísku vörnina í sig hvað eftir annað og Ísland skoraði fimm mörk í röð og komst í 28-33. Þá var björninn unninn en íslenska liðið gaf samt ekkert eftir og vann á endanum sjö marka sigur, 30-37. Hann var torsóttur og frammistaðan köflótt en íslenska liðið fann lausnir og keyrði svo yfir það austurríska á lokakaflanum. Þrettán mörk úr hraðaupphlaupum litu dagsins ljós og skotnýtingin var góð (74 prósent). Snorri Steinn hefur um nóg að hugsa fram að fyrsta leik á EM en hans menn fara samt eflaust nokkuð brattir inn í mótið eftir fjóra sigra í jafn mörgum leikjum undir stjórn nýja þjálfarans.