Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

Gull og brons á Ólympíu­hátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U17 landsliðin í handbolta koma heim af Ólympíu­hátíð Evrópuæskunnar, sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu, hlaðin verðlaunum en drengjalandsliðið tryggði sér gullverðlaunin og stúlknalandsliðið brons í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Forsetabikarinn rann Ís­landi úr greipum

Ísland varð að sætta sig við svekkjandi 38-35 tap í úrslitaleik gegn Serbíu um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta karla í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Spila um Forsetabikarinn á HM

Handboltalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar úrslitaleik næsta laugardag um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Póllandi. Strákarnir okkur komust í úrslitaleikinn með öruggum 32-38 sigri gegn heimamönnum.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM

Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum

Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við fjögurra marka tap gegn Rúmeníu í fyrsta leik sínum á HM U21-landsliða í handbolta, í dag. Enn er þó allt opið varðandi það að komast áfram í milliriðla mótsins.

Handbolti
Fréttamynd

Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“

Eftir afar farsælan feril hyggst hand­bolta­maðurinn Aron Pálmars­son leggja skóna á hilluna eftir yfir­standandi tíma­bil. Lands­liðsþjálfari Ís­lands segir áhrifin af brott­hvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóða­vísu standi Aron framar­lega í sögu­legu til­liti og hvað Ís­land varðar séu hann og Ólafur Stefáns­son þeir lang­bestu hand­bolta­menn sem við höfum átt.

Handbolti
Fréttamynd

„Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því.

Handbolti
Fréttamynd

„Borgar þrjá­tíu en færð hundrað prósent“

HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta.

Handbolti