Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2024 18:55 Inga Sæland formaður Flokks fólksins ætlar að leggja fram tillögu um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra þegar þing kemur saman á ný 22. janúar næstkomandi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“ Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti fyrir helgina álit sitt vegna reglugerðar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti síðastliðið sumar um frestun hvalveiða. Umboðsmaður telur að hún hafi ekki gætt meðalhófs í málinu. Svandís hefur sagt að hún taki niðurstöðuna alvarlega en að hún sé ekki tilefni fyrir hana til að segja af sér. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði hádegisfréttum okkar í dag að hún hyggist leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann þegar Alþingi kemur aftur saman 22. janúar. Hún hafi rætt málið við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka og vonast til að þeir standi saman að þessu. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir Pírata ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort þeir séu tilbúnir að styðja vantrauststillögu á ráðherrann. „Píratar eru almennt séð sammála að það eigi að banna hvalveiðar þá skiptir máli að gera það rétt og það er það sem að álit umboðsmanns snýst um og við tökum þannig álit alvarlega.“ Aðspurður um hvort þeir upplifi vantraust í garð ráðherrans segir Björn: „Frá Sjálfstæðisflokknum tvímælalaust þá er þetta bara ríkisstjórnarvandamál þegar allt kemur til alls.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins íhugar að taka þátt í að leggja fram tillögu um vantraust á ráðherrann. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að málið hefði ekki komið til tals í sínum þingflokki. Lykilatriði sé að ráðherra geri þinginu grein fyrir sinni stöðu. Þá segir Hanna Katrín Friðriksdóttir þingflokksformaður Viðreisnar ekki tímabært að ræða vantraust á ráðherrann. „Að okkar mati er það ekki tímabært. Við viljum sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa úr þessu máli. Hvort hún hefur einhver svör.“ Forsætisráðherra hefur sagt að hún telji ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álitsins. Ekki hefur náðst í formann Sjálfstæðisflokks vegna málsins og þá hafði formaður Framsóknar ekki tök á að veita fréttastofu viðtal í dag vegna málsins. „Við munum taka til okkar ráða eins og við getum ef það kemur í ljós að þau eru úrræðalaus, að þau ráða ekki við þetta verkefni, þá til kasta þingsins en eins og er núna þá er boltinn hjá ríkisstjórninni.“
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Píratar Hvalveiðar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira