C-deildarlið sló Villareal úr leik sólahring eftir að leikurinn hófst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 20:30 Það var vel mætt á leikinn. @UnionistasCF Unionistas de Salamanca, sem spilar í C-deild spænsku knattspyrnunnar, gerði sér lítið fyrir og sló efstu deildarlið Villareal úr leik í spænska Konungsbikarnum í kvöld. Um var að ræða leik í 32-liða úrslitum sem hófst ótrúlegt en satt í gær. Leik liðanna í gær var frestað þar sem flóðljós vallarins biluðu. Leikurinn var loks kláraður í dag og voru það heimamenn í Salamanca sem sigruðu í vítaspyrnukeppni. Ilias Akhomach kom Villareal yfir þegar aðeins átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Alfred Planas jafnaði metin úr, lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og réðist leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu heimamenn úr sjö spyrnum en Villareal aðeins sex og það er því Salamanca sem er komið áfram í spænsku bikarkeppninni. Salamanca er í 13. sæti síns riðils í C-deildinni en henni er skipt upp í tvo riðla. Villareal er á sama tíma í 13. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Salamanca þegar leikmaður Villareal skýtur yfir og tryggir þar með C-deildarliðinu sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir Spánarmeisturum Barcelona. 120' | 1-1 | PenaltisPASAMOS DE RONDAAAAAUSCF: VIL: #ContigoNosPasamosElJuego #UnionistasVillarreal#CopaDelRey pic.twitter.com/haIwaf7lbJ— Unionistas de Salamanca CF (@UnionistasCF) January 8, 2024 Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Leik liðanna í gær var frestað þar sem flóðljós vallarins biluðu. Leikurinn var loks kláraður í dag og voru það heimamenn í Salamanca sem sigruðu í vítaspyrnukeppni. Ilias Akhomach kom Villareal yfir þegar aðeins átta mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Skömmu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu sem Alfred Planas jafnaði metin úr, lokatölur 1-1 og því þurfti að framlengja. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingu og réðist leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu heimamenn úr sjö spyrnum en Villareal aðeins sex og það er því Salamanca sem er komið áfram í spænsku bikarkeppninni. Salamanca er í 13. sæti síns riðils í C-deildinni en henni er skipt upp í tvo riðla. Villareal er á sama tíma í 13. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Salamanca þegar leikmaður Villareal skýtur yfir og tryggir þar með C-deildarliðinu sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið mætir Spánarmeisturum Barcelona. 120' | 1-1 | PenaltisPASAMOS DE RONDAAAAAUSCF: VIL: #ContigoNosPasamosElJuego #UnionistasVillarreal#CopaDelRey pic.twitter.com/haIwaf7lbJ— Unionistas de Salamanca CF (@UnionistasCF) January 8, 2024
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira