Sport

Fyrrum tengda­sonur Þróttar enn og aftur með flestar leik­stjórn­enda­fellur í NFL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
T.J. Watt er frábær í sínu fagi.
T.J. Watt er frábær í sínu fagi. Patrick Smith/Getty Images

Trent Jordan Watt, betur þekktur sem T.J. Watt, var með flestar leikstjórnendafellur (e. sack) á leiktíðinni í NFL. Er þetta í þriðja sinn sem Watt nær því á annars glæstum ferli, eitthvað sem enginn hefur áorkað áður í NFL-deildinni.

Hinn 29 ára gamli Watt hefur spilað með Pittsburgh Steelers frá 2017 eða síðan hann kom fyrst í deildina. Hann var valinn varnarmaður ársins árið 2021. Watt er giftur Dani Watt, áður Dani Rhodes, en sú spilaði með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu sumarið 2021.

Watt átti frábært tímabil þegar Steelers skriðu inn í úrslitakeppnina þökk sé sigri liðsins á Baltimore Ravens og tapi Jacksonville Jaguars gegn Tennessee Titans.

Þessi öflugi varnarmaður er martröð hvers leikstjórnanda í NFL en síðan 2020 hefur hann verið sá leikmaður sem fellir leikstjórnenda mótherjanna hvað oftast. Alls hefur hann þrívegis leitt deildina í leikstjórnendafellum en það er eitthvað sem enginn leikmaður NFL hefur áorkað fyrr né síðar.

  • Allir leikirnir eru í beinni á Stöð 2 Sport
  • Laugardagurinn 13. janúar
  • 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns
  • 01:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins
  • Sunnudagurinn 14. janúar
  • 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers
  • 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers
  • 01:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams
  • Mánudagurinn 15. janúar
  • 01:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×