Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 07:05 Blinken lenti í Tel Aviv í gærkvöldi. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Blinken hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd og átt viðræður við leiðtoga Arabaríkjanna. Hann sagðist myndu leggja áherslu á það í viðræðum sínum við ráðamenn í Ísrael að meira yrði gert til að vernda almenna borgara og koma neyðaraðstoð til þeirra sem þyrftu raunverulega á henni að halda. Axios hefur hins vegar eftir tveimur háttsettum embættismönnum í Ísrael að yfirvöld muni ítreka þá afstöðu sína að íbúum í norðurhluta Gasa verði ekki hleypt aftur þangað fyrr en Hamas-samtökin hafa sleppt fleiri gíslum. Bandaríkin hafa staðið þétt við bakið á Ísraelsmönnum síðan átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. Það er hins vegar sagt hafa vakið nokkra reiði í Washington hversu erfiðlega hefur gengið að fá Benjamin Netanyahu forsætisráðherra til að ræða framtíð Gasa. Hann hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu á Gasa og Vesturbakkanum en flest ríki heims segja svokallaða „tveggja ríkja lausn“ einu leiðina til að freista þess að koma á friði á svæðinu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði unnið að því á bakvið tjöldin að hvetja Ísraela til að draga úr árásum sínum og viðveru á Gasa. Hermálayfirvöld í Ísrael segja aðgerðirnar að verða hnitmiðaðri en samkvæmt erlendum miðlum hefur þó ekki dregið úr árásum enn sem komið er.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“