Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 10:01 Arnar Freyr Arnarsson veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun eftir sigur gegn Færeyjum í nóvember, íklæddur búningnum eftirsótta. vísir/Hulda Margrét Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi. Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti