Íhuga að fara fyrir dómstóla fái SVEIT ekki sæti við borðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:01 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT segir óþolandi ástand að SA taki sér bessaleyfi að semja fyrir veitingageirann. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum. Félagsmenn samtakanna skapi hátt í sex þúsund störf á veitingamarkaði en fái ekkert um kjarasamninga að segja. „SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30