Velferð dýra framar atvinnufrelsi til pyntinga Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir skrifa 9. janúar 2024 15:01 Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar