Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 16:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu var um Labrador hvolp að ræða. Getty Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað. Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað.
Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira