Áskorun '23: „Þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. janúar 2024 07:00 Sérfræðingar úr ýmsum áttum lögðu lesendum Áskorunar lið á síðasta ári, fræddu okkur um alls kyns mál og gáfu góð ráð. Enda enginn einstaklingur né fjölskylda sem er undanskilin því að alls kyns áskoranir séu til að takast á við; hjá okkur sjálfum eða einhverjum okkur nákomnum. Vísir/Vilhelm Það er enginn einstaklingur né fjölskylda undanskilin því að þurfa að takast á við alls kyns áskoranir. Allt frá því að glíma við vanlíðan og sjálfið okkar, yfir í samskiptaörðugleika, veikindi fjölskyldumeðlims, sorg, ofbeldi, fíkn og fleira. Ýmsir sérfræðingar lögðu okkur lið á síðasta ári. Deildu þekkingu sinni með lesendum og gáfu góð ráð. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, hvort heldur sem er veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sá sem reið á vaðið sem fyrsti viðmælandi Áskorunar var Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala. Sem sagði þunglyndi oft í raun það sem fólk er að glíma við, þegar það telur sig vera að glíma við kulnun, ADHD, breytingaskeið eða annað. „Sem dæmi má nefna að algengt er þegar konur og karlar upplifa vaxandi orkuleysi þá byrja þau, einkum konurnar, oft á því að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameinum,“ segir Engilbert meðal annars í viðtali sem vakti gífurlega athygli. Skýringin getur þó oft verið þunglyndi, enda er þunglyndi algengast hjá konum á barnseignaraldri.“ Næst rýndum við í líðan ungs fólks, sérstaklega fólks í framhaldsskólum. Sem eldri kynslóðir vilja stundum meina að lifi í einhvers konar bómul, séu svo viðkvæm og jafnvel verið að aumingjavæða unga kynslóð. Svo er þó alls ekki, því tímarnir breytast og mennirnir með og það er langtum flóknara fyrirbæri að vera ungur í dag miðað við þann tíma þegar foreldrar ungs fólks eða ömmur og afar voru ung. Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hjá Tækniskólanum fræddi okkur um þær áskoranir sem ungt fólk í framhaldsskóla er oft að glíma við og getur í sumum tilvikum verið skýring á því hvers vegna við missum ungt fólk úr skóla. „Þegar þú ert að glíma við kvíða eða þunglyndi getur verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennara að einhverju. Eða að standa fyrir framan bekkinn og kynna eitthvað. Sumum líður illa og missa úr daga í skóla. Og eiga síðan erfitt með að koma sér af stað aftur. Því ofan á vanlíðanina sem þau eru að upplifa bætist við samviskubit yfir því að hafa ekki mætt.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir para- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð, lagði okkur lið þegar málefni stjúpforeldra og samsettra fjölskyldna voru rýnd og rædd. Að sögn Ragnheiðar er það alls ekki svo að áskoranir geti komið upp í samsettum fjölskyldum þar sem börn eru ung. „Ímyndum okkur að það sé sonur sem er orðinn nokkuð stálpaður, kannski á þrítugsaldri. Og hefur búið einn með mömmu sinni nokkuð lengi þegar nýr maður kemur inn á heimilið. Nýi maðurinn gæti tekið eftir einhverju mynstri heima fyrir sem hann telur vera óheilbrigt og ekki eðlilegt. En er fyrir löngu orðið að einhverri fastri venju hjá móður og syni. Þarna getur meðvirkni verið ákveðið vandamál og skapað togstreitu þar sem blóðforeldrið fer í vörn og á á erfitt með að takast á við óheilbrigt ástand sem hefur verið ríkjandi.“ Mjög vel lesin grein var síðan um erfðamálin en þegar viðtalið við Pétur Stein Guðmundsson lögmann hjá Deloitte Legal og sérfræðing í skattamálum var birt, hafði nokkur umræða verið í fjölmiðlum um ábyrgðir námslána. Að mörgu er að huga þegar kemur að erfiðamálum. Til dæmis geta komið upp mál sem ekki eru sjáanleg í fyrstu, en koma upp síðar. „Ef tiltekið lán er ekki í vanskilum kann sú staða að koma upp að ábyrgðin á láninu dúkkar ekki upp fyrr en mörgum árum síðar, ef lánið fer í vanskil. Þá gerist það að það eru erfingjarnir sem eru ábyrgðarmenn lánsins.“ Heimilisofbeldi var tekið fyrir í fyrra en það getur tekið á sig margar birtingamyndir og missýnilegar. Í umræðum um úrræði fyrir gerendur var rætt við Þórunni Eymundsdóttur, meðferðarráðgjafa hjá Heimilisfriði, en þar geta gerendur ofbeldis fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Þórunn segir létti oft fylgja því fyrir gerendur að leita sér aðstoðar. „Oft gerist eitthvað ákveðið sem verður til þess að viðkomandi leitar til okkar eftir aðstoð. Þetta getur verið atvik þar sem gerandinn áttar sig allt í einu á alvarleika málsins eða þegar þögnin er rofin.“ Hjá Kvennathvarfinu hefur orðið mikil fjölgun á viðtölum og þó segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins að það séu oftast þung og erfið skref fyrir konur að taka, að leita þangað. Tölur sýni hins vegar að ofbeldi heima fyrir er bæði grafalvarlegt og alltof algengt. „Við stöndum okkur mjög vel í því að til dæmis vara við nauðgunarhættu og fleiru á útihátíðum um verslunarmannahelgina. Þá fer allt í gang. Hættulegasti staðurinn til að vera á er hins vegar heima hjá okkur. Því það er innan veggja heimilisins sem ofbeldi þrífst oft mest.“ ADHD hjá fullorðnum hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu misseri og á liðnu ári ræddum við um það að vera í sambúð með ADHD. Sem getur falið í sér mikla áskorun fyrir báða aðila. Sigrún Jónsdóttir er sjálf með ADHD og starfar sem ADHD og einhverfurófs markþjálfi. Anna Elía Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar er gift manni sem er með ADHD. „Nærtækasta dæmið sem mér dettur í hug er togstreitan sem gat myndast þegar að ég sá í augunum á honum að hann var ekki að hlusta á mig. Hausinn á honum var hreinlega kominn eitthvað annað. Það gat verið pirrandi því ég upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig,“ segir Anna Elía meðal annars. En stundum er það glíman við okkur sjálf sem tekur mest á og í viðtali við Helgu Láru Haarde ráðgjafa og sálfræðing hjá Attentus, benti hún á hvaða eiginleikar það eru sem við þurfum mögulega að gæta að, til dæmis til að forðast kulnun. „Fullkomnunaráráttuna er hins vegar hægt að flokka í jákvæðari eða neikvæðari tegund. Sú jákvæða er fullkomnunarárátta þar sem viðkomandi er með háleit markmið og setur á sig mikla pressu til að ná þeim. Sú neikvæða er hins vegar þegar fólk efast sífellt um sig, hefur miklar áhyggjur af því að gera mistök og hugsunin „Það er aldrei neitt nógu gott sem ég geri“ er oft ríkjandi.“ Á liðnu ári lærðum við það líka hvernig enginn er undanskilinn því að geta farið í kulnun eða átt erfitt með að takast á við áföll. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og eigandi heilsusetursins Samkennd er gott dæmi um það. Í viðtali við Önnu lýsir hún því hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að mæta áföllum en skýrir líka út, hvernig bakgrunnurinn okkar veldur því oft að fólk á misauðvelt með að takast á við áföll. Til dæmis starfsmissir, hjónaskilnaður, heilsumissir eða fjárhagslegt þrot. Oft fylgir áfallinu tilfinningin skömm. „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi segir skömmin við okkur. Því það er eitt af því erfiða við skömmina: Hún fær okkur til að draga okkur í hlé og fela okkur. Þess vegna er það svo erfitt fyrir fólk að leita til fagaðila akkúrat á meðan það upplifir mikla skömm. Því það er þá sem við viljum láta okkur hverfa ofan í holu og fela okkur fyrir sjálfum okkur og öðrum.“ Þegar kom að því að ræða fíknisjúkdóma og áhrif þeirra á aðstandendur leituðum við til Halldóru Jónasdóttur sem hefur starfað sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í yfir þrjátíu ár. Meðvirkni var sérstaklega tekið fyrir, fyrirbæri sem er mjög erfitt að glíma við og getur fylgt okkur eftir áratugum saman. Togstreita getur líka myndast á milli fjölskyldumeðlima, til dæmis systkina sem upplifa eða muna hlutina á ólíkan hátt. „Við þetta getur myndast togstreita á milli systkinanna sjálfra. Þar sem það elsta fleygir kannski fram hlutum eins og „þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar, veist ekkert um hvað þú ert að tala….“ og svo framvegis.“ Áskorun mun áfram leita til sérfræðinga og fá ýmiss góð ráð fyrir lesendur Vísis á nýju ári. Umsjónarmaður Áskorunar er Rakel Sveinsdóttir, netfang rakelsv@syn.is. Fjölskyldumál Geðheilbrigði Fíkn Stafrænt ofbeldi Góðu ráðin Heilsa Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Ýmsir sérfræðingar lögðu okkur lið á síðasta ári. Deildu þekkingu sinni með lesendum og gáfu góð ráð. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, hvort heldur sem er veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sá sem reið á vaðið sem fyrsti viðmælandi Áskorunar var Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlæknisfræði og yfirlæknir við geðþjónustu Landspítala. Sem sagði þunglyndi oft í raun það sem fólk er að glíma við, þegar það telur sig vera að glíma við kulnun, ADHD, breytingaskeið eða annað. „Sem dæmi má nefna að algengt er þegar konur og karlar upplifa vaxandi orkuleysi þá byrja þau, einkum konurnar, oft á því að velta fyrir sér hlutum eins og járnskorti eða jafnvel krabbameinum,“ segir Engilbert meðal annars í viðtali sem vakti gífurlega athygli. Skýringin getur þó oft verið þunglyndi, enda er þunglyndi algengast hjá konum á barnseignaraldri.“ Næst rýndum við í líðan ungs fólks, sérstaklega fólks í framhaldsskólum. Sem eldri kynslóðir vilja stundum meina að lifi í einhvers konar bómul, séu svo viðkvæm og jafnvel verið að aumingjavæða unga kynslóð. Svo er þó alls ekki, því tímarnir breytast og mennirnir með og það er langtum flóknara fyrirbæri að vera ungur í dag miðað við þann tíma þegar foreldrar ungs fólks eða ömmur og afar voru ung. Benedikt Bragi Sigurðsson sálfræðingur hjá Tækniskólanum fræddi okkur um þær áskoranir sem ungt fólk í framhaldsskóla er oft að glíma við og getur í sumum tilvikum verið skýring á því hvers vegna við missum ungt fólk úr skóla. „Þegar þú ert að glíma við kvíða eða þunglyndi getur verið erfið tilhugsun að rétta upp hendi og spyrja kennara að einhverju. Eða að standa fyrir framan bekkinn og kynna eitthvað. Sumum líður illa og missa úr daga í skóla. Og eiga síðan erfitt með að koma sér af stað aftur. Því ofan á vanlíðanina sem þau eru að upplifa bætist við samviskubit yfir því að hafa ekki mætt.“ Ragnheiður Kristín Björnsdóttir para- og fjölskylduráðgjafi hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð, lagði okkur lið þegar málefni stjúpforeldra og samsettra fjölskyldna voru rýnd og rædd. Að sögn Ragnheiðar er það alls ekki svo að áskoranir geti komið upp í samsettum fjölskyldum þar sem börn eru ung. „Ímyndum okkur að það sé sonur sem er orðinn nokkuð stálpaður, kannski á þrítugsaldri. Og hefur búið einn með mömmu sinni nokkuð lengi þegar nýr maður kemur inn á heimilið. Nýi maðurinn gæti tekið eftir einhverju mynstri heima fyrir sem hann telur vera óheilbrigt og ekki eðlilegt. En er fyrir löngu orðið að einhverri fastri venju hjá móður og syni. Þarna getur meðvirkni verið ákveðið vandamál og skapað togstreitu þar sem blóðforeldrið fer í vörn og á á erfitt með að takast á við óheilbrigt ástand sem hefur verið ríkjandi.“ Mjög vel lesin grein var síðan um erfðamálin en þegar viðtalið við Pétur Stein Guðmundsson lögmann hjá Deloitte Legal og sérfræðing í skattamálum var birt, hafði nokkur umræða verið í fjölmiðlum um ábyrgðir námslána. Að mörgu er að huga þegar kemur að erfiðamálum. Til dæmis geta komið upp mál sem ekki eru sjáanleg í fyrstu, en koma upp síðar. „Ef tiltekið lán er ekki í vanskilum kann sú staða að koma upp að ábyrgðin á láninu dúkkar ekki upp fyrr en mörgum árum síðar, ef lánið fer í vanskil. Þá gerist það að það eru erfingjarnir sem eru ábyrgðarmenn lánsins.“ Heimilisofbeldi var tekið fyrir í fyrra en það getur tekið á sig margar birtingamyndir og missýnilegar. Í umræðum um úrræði fyrir gerendur var rætt við Þórunni Eymundsdóttur, meðferðarráðgjafa hjá Heimilisfriði, en þar geta gerendur ofbeldis fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Þórunn segir létti oft fylgja því fyrir gerendur að leita sér aðstoðar. „Oft gerist eitthvað ákveðið sem verður til þess að viðkomandi leitar til okkar eftir aðstoð. Þetta getur verið atvik þar sem gerandinn áttar sig allt í einu á alvarleika málsins eða þegar þögnin er rofin.“ Hjá Kvennathvarfinu hefur orðið mikil fjölgun á viðtölum og þó segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins að það séu oftast þung og erfið skref fyrir konur að taka, að leita þangað. Tölur sýni hins vegar að ofbeldi heima fyrir er bæði grafalvarlegt og alltof algengt. „Við stöndum okkur mjög vel í því að til dæmis vara við nauðgunarhættu og fleiru á útihátíðum um verslunarmannahelgina. Þá fer allt í gang. Hættulegasti staðurinn til að vera á er hins vegar heima hjá okkur. Því það er innan veggja heimilisins sem ofbeldi þrífst oft mest.“ ADHD hjá fullorðnum hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu misseri og á liðnu ári ræddum við um það að vera í sambúð með ADHD. Sem getur falið í sér mikla áskorun fyrir báða aðila. Sigrún Jónsdóttir er sjálf með ADHD og starfar sem ADHD og einhverfurófs markþjálfi. Anna Elía Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar er gift manni sem er með ADHD. „Nærtækasta dæmið sem mér dettur í hug er togstreitan sem gat myndast þegar að ég sá í augunum á honum að hann var ekki að hlusta á mig. Hausinn á honum var hreinlega kominn eitthvað annað. Það gat verið pirrandi því ég upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig,“ segir Anna Elía meðal annars. En stundum er það glíman við okkur sjálf sem tekur mest á og í viðtali við Helgu Láru Haarde ráðgjafa og sálfræðing hjá Attentus, benti hún á hvaða eiginleikar það eru sem við þurfum mögulega að gæta að, til dæmis til að forðast kulnun. „Fullkomnunaráráttuna er hins vegar hægt að flokka í jákvæðari eða neikvæðari tegund. Sú jákvæða er fullkomnunarárátta þar sem viðkomandi er með háleit markmið og setur á sig mikla pressu til að ná þeim. Sú neikvæða er hins vegar þegar fólk efast sífellt um sig, hefur miklar áhyggjur af því að gera mistök og hugsunin „Það er aldrei neitt nógu gott sem ég geri“ er oft ríkjandi.“ Á liðnu ári lærðum við það líka hvernig enginn er undanskilinn því að geta farið í kulnun eða átt erfitt með að takast á við áföll. Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og eigandi heilsusetursins Samkennd er gott dæmi um það. Í viðtali við Önnu lýsir hún því hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að mæta áföllum en skýrir líka út, hvernig bakgrunnurinn okkar veldur því oft að fólk á misauðvelt með að takast á við áföll. Til dæmis starfsmissir, hjónaskilnaður, heilsumissir eða fjárhagslegt þrot. Oft fylgir áfallinu tilfinningin skömm. „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi segir skömmin við okkur. Því það er eitt af því erfiða við skömmina: Hún fær okkur til að draga okkur í hlé og fela okkur. Þess vegna er það svo erfitt fyrir fólk að leita til fagaðila akkúrat á meðan það upplifir mikla skömm. Því það er þá sem við viljum láta okkur hverfa ofan í holu og fela okkur fyrir sjálfum okkur og öðrum.“ Þegar kom að því að ræða fíknisjúkdóma og áhrif þeirra á aðstandendur leituðum við til Halldóru Jónasdóttur sem hefur starfað sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í yfir þrjátíu ár. Meðvirkni var sérstaklega tekið fyrir, fyrirbæri sem er mjög erfitt að glíma við og getur fylgt okkur eftir áratugum saman. Togstreita getur líka myndast á milli fjölskyldumeðlima, til dæmis systkina sem upplifa eða muna hlutina á ólíkan hátt. „Við þetta getur myndast togstreita á milli systkinanna sjálfra. Þar sem það elsta fleygir kannski fram hlutum eins og „þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar, veist ekkert um hvað þú ert að tala….“ og svo framvegis.“ Áskorun mun áfram leita til sérfræðinga og fá ýmiss góð ráð fyrir lesendur Vísis á nýju ári. Umsjónarmaður Áskorunar er Rakel Sveinsdóttir, netfang rakelsv@syn.is.
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Fíkn Stafrænt ofbeldi Góðu ráðin Heilsa Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01 Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00 Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00 Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Að eldast á besta aldri Það getur verið á svo mismunandi aldri sem við förum að hugsa um að við séum að eldast. Eða finnast við vera að eldast. Hver kynslóð er líka að verða eldri og því er fleygt fram að börn sem fæðast eftir aldamótin síðustu, verði að meðaltali yfir 100 ára gömul. 1. mars 2023 07:01
Að skilja og jafna sig á tilfinningalegu framhjáhaldi Tilfinningalegt framhjáhald er tegund af framhjáhaldi sem meira er fjallað um eftir að samfélagsmiðlar og spjallforrit komu til sögunnar. Enda erum sítengd og getum falið „allt“ í símanum okkar. 11. maí 2023 07:00
Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. 10. júlí 2023 07:00
Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. 29. september 2023 07:00
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02