Með færslunni birtir Dagur meðfylgjandi mynd en á henni má sjá þau Ásmund Daða Einarsson íþróttamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og svo Dag sjálfan. Þannig að nú er öllu til tjaldað.
„Jafnframt var staðfest samkomulag um kostnaðarskiptingu ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði um stofnkostnað og rekstur.“
Dagur rekur að tilkoma Þjðoarhallar verði langþráð bylting í aðstöðu barna og unglinga til æfinga og keppni í Laugardal sem og fyrir Þrótt og Ármann.
„Þjóðarhöll verður bylting í aðstöðu landsliða og keppni í handbolta og körfubolta og mörgu fleiru. Þjóðarhöll eykur jafnframt samkeppnishæfni Reykjavíkurborgar og Íslands í breiðum skilningi og verður glæsilegt anddyri inn í Laugardalinn frá Borgarlínustöð við Suðurlandsbraut og ofan í dal.“
Dagur þakkar kærlega öllum þeim sem komið hafa að verkinu, sérstaklega framkvæmdanefnd sem unnið hafi ötullega að málinu undir forystu Gunnars Einarssonar fyrrum bæjarstjóra í Garðabæ.
„Án öflugs starfs hennar og samkomulags við ríkisstjórnina hefði ekki tekist að klára þetta áður en ég læt af starfi borgarstjóra. Það þykir mér sérstaklega vænt um,“ segir Dagur.