Börnum lofað Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. janúar 2024 13:30 Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar