Utanríkisstefnan sem hvarf Daníel Þröstur Pálsson skrifar 12. janúar 2024 20:31 Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna. Það þarf ekki að fara lengra en til Þorskastríðsins þar sem við, þjóð sem hafði þá færri en 300,000 íbúa náði að sigra fyrrum heimsveldi, ekki einu sinni, heldur þrisvar, allt án þess að hafa beitt hernaðarlegu valdi. En hið magnaða er að í gegnum allt þetta höfum við ávallt staðið með mannréttindum og reynt að stuðla að þeim, gott dæmi um það er þegar við vorum fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði allra eystrasaltslandana, Georgíu, Armeníu og Aserbaísjan eftir fall Sovétríkjanna. Því miður er eins og eftir aldamótin og sérstaklega eftir bankahrunið hafi ríkisstjórnir okkar, annaðhvort hunsað utanríkisstefnu Íslands þrátt fyrir mikilvægi hennar eða talað og talað án þess að fylgja því eftir. Var ég því ánægður að sjá athyglina sem utanríkisstefna okkar fékk í kjölfar atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu Þjóðunum nýverið, þó vissulega var tilefnið sorglegt. Sorgleg dæmi um aðgerðarleysi Gott dæmi um aðgerðaleysi okkar í utanríkismálum er stefna okkar gagnvart stjórnvöldum meginlands Kína. Þar hafa yfirvöld framið fjölda ódæðisverka og sum þeirra má kalla hreinlega þjóðarmorð. Má nefna sem dæmi fangabúðir þar sem um ein milljón Úigara eru vistuð án dóms og laga, og bann stjórnvalda á trúarbrögðum og menningar háttum ýmissa þjóðarbrota eins og til dæmis með Tíbeta. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur lítið sem ekkert heyrst frá Íslenskum yfirvöldum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fordæmt aðgerðir stjórnvalda meginlands Kína í garð Úígúr fólksins, jafnvel þrátt fyrir að nágrannar okkar í Litháen, Bretlandi og Hollandi hafi gert það, og við höldum áfram okkar samskiptum eins og ekkert hafi í skorist. Það sýnist líka eins og við höfum fallið frá okkar hefð um að vera frumkvöðlar í að viðurkenna sjálfstæði þjóða, en við höfum ennþá ekki viðurkennt sjálfstæði Taiwan þrátt fyrir að landið sé lýðræðisríki og er eitt af fremstu ríkjum, í það minnsta í Asíu, í að virða mannréttindi. En það má nefna að árið 2019 var Taiwan fyrsta landið í Asíu til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Horft til framtíðar Ég tel að við getum aftur orðið í fararbroddi þjóða sem stuðla að og berjast fyrir lýðræði, mannréttindum og að frelsi sé virt. Þó að umræðan kringum utanríkismál hafi ekki farið hátt eftir atkvæðagreiðsluna í Sameinuðuþjóðunum, sannaði hún að fólk hefur ennþá áhuga á utanríkismálum. Sem vonandi setur þrýsting á stjórnvöld að breyta sinni stefnu og taka aftur virkan þátt í alþjóðamálum eins og við gerðum áður. Höfundur er framhaldsskólanemandi og er í stjórn Ungra Pírata.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar