Fékk að gista í fangaklefa eftir að hafa ógnað húsráðanda með hnífi Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 07:51 Lögregla sinnti útkalli í heimahúsi í nótt þar sem maður hafði ógnað öðrum með hnífi. Vísir/Vilhelm Í gærkvöldi var tilkynnt um hávaða í fjölbýli í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði tilkynnti gestur í íbúð í húsinu að maður hefði ráðist á húsráðanda og ógnað með hnífi. Maðurinn var að endingu handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Þetta segir í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina. Þar segir einnig frá því að tilkynnt hafi verið um ungmenni til vandræða í verslunarkjarna. Þar hafi lögregla haft uppi á fimmtán ára unglingum að drekka landa. Einn þeirra hafi neitað að gefa upp persónuupplýsingar þegar lögregla krafði hann um þær og verið fluttur á lögreglustöð. Þegar þangað var komið hafi hann gefið réttar upplýsingar upp og honum hafi verið ekið heim. Þá hafi tveimur skemmtistöðum í miðbænum verið lokað í nótt þar sem engir eða fáir dyraverðir hafi verið við störf. Hlupu niður þjóf og stútur reyndi að fela bíllykil Í dagbókinni segir frá því að í umdæmi lögreglutöðvar 2, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði, hafi verið tilkynnt um yfirstandandi innbrot. Innbrotsþjófur hafi tekið á rás þegar lögregluþjónar mættu á vettvang og eftirför hafist. Þjófurinn hafi að lokum hrasað og fallið í jörðina þar sem hann streyttist á móti handtöku. Samstarfsmaður hans hafi reynt að fela sig á vettvangi innbrotsins en á endanum verið handtekinn sömuleiðis. Þeir fengu báðir að gista í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var ökumaður bifreiðar handtekinn við hefðbundið umferðareftirlit þar sem hann reyndist ölvaður undir stýri. „Ökumaðurinn þóttist þá ekki vita hvar kveikjuláslykill bifreiðarinnar væri eftir handtöku. Hann fannst að lokum þar sem ökumaðurinn hafði falið hann innanklæða. Þá var ökumaðurinn ekki með ökuréttindi,“ segir í dagbókinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira