Skiptinemar einir fyrstu við gosstöðvarnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. janúar 2024 10:16 Hanna Kling og Léon Mizera voru einna fyrst á gosstöðvarnar. Stöð 2 Einir fyrstu til að koma og bera gosið augum voru tveir skiptinemar við háskólann. Þau Hanna Kling og Léon Mizera segjast hafa ætlað í dagsferð og voru á skrifstofu bílaleigu þegar þeim bárust fréttir að gos væri hafið. Þau hafi hlaupið út og séð himinbjarmann og ákveðið að breyta um áætlun. Hanna er að læra viðskiptafræði og Léon tölvunarfræði og eru nýflutt til Reykjavíkur í mánuðinum. „Það er svo fallegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Við fengum upplýsingar frá lögreglubíl hérna. Það var búið að koma honum fyrir til að koma í veg fyrir að fólk hætti sér of nálægt og okkur var sagt að koma hingað,“ segir Léon. „Við vitum að við erum örugg“ Aðspurð hvort það kæmi honum á óvart að lögreglumaður skyldi benda þeim á útsýnisstað í stað þess að bola þeim í burt svaraði Léon neitandi. „Eitthvað en ekki algjörlega. Þeir vita að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt og við vitum að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt,“ segir Léon. „Það kemur alveg heim og saman að segja túristunum hvert þeir eiga að fara,“ bætir hann við. Höfðu beðið eftir gosinu Þau sögðust ekki vita mikið um yfirvofandi eldgosahættuna og skjálftana þar sem þau væru nýkomin. Þau sögðust ætla að vera um kyrrt næstu mínúturnar og fylgjast með náttúruöflin minna á sig og síðan halda í dagsferðina sem þau höfðu skipulagt. Þeim höfðu borist fréttir og myndir af eldgosinu 18. desember síðastliðinn og Léon segist hafa orðið vonsvikinn að gosið hefði áður en hann kæmi til landsins. Hanna svaraði í sömu mynt. „Ég beið lengi eftir gosi á Reykjanesi en svo gaus áður en ég kom. Þannig að ég var svolítið leiður og vonaðist eftir öðru gosi. Það að það hafi gerst svona snemma er magnað,“ segir Léon. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Hanna er að læra viðskiptafræði og Léon tölvunarfræði og eru nýflutt til Reykjavíkur í mánuðinum. „Það er svo fallegt. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Við fengum upplýsingar frá lögreglubíl hérna. Það var búið að koma honum fyrir til að koma í veg fyrir að fólk hætti sér of nálægt og okkur var sagt að koma hingað,“ segir Léon. „Við vitum að við erum örugg“ Aðspurð hvort það kæmi honum á óvart að lögreglumaður skyldi benda þeim á útsýnisstað í stað þess að bola þeim í burt svaraði Léon neitandi. „Eitthvað en ekki algjörlega. Þeir vita að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt og við vitum að við erum einhvers staðar þar sem er öruggt,“ segir Léon. „Það kemur alveg heim og saman að segja túristunum hvert þeir eiga að fara,“ bætir hann við. Höfðu beðið eftir gosinu Þau sögðust ekki vita mikið um yfirvofandi eldgosahættuna og skjálftana þar sem þau væru nýkomin. Þau sögðust ætla að vera um kyrrt næstu mínúturnar og fylgjast með náttúruöflin minna á sig og síðan halda í dagsferðina sem þau höfðu skipulagt. Þeim höfðu borist fréttir og myndir af eldgosinu 18. desember síðastliðinn og Léon segist hafa orðið vonsvikinn að gosið hefði áður en hann kæmi til landsins. Hanna svaraði í sömu mynt. „Ég beið lengi eftir gosi á Reykjanesi en svo gaus áður en ég kom. Þannig að ég var svolítið leiður og vonaðist eftir öðru gosi. Það að það hafi gerst svona snemma er magnað,“ segir Léon.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira