Innlent

Jökul­hlaup náð há­marki

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand.
Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand. RAX

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í nótt samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Rennsli og rafleiðni í Gígjukvísl heldur áfram að vaxa en búist er við því að hlaupið nái hámarki í ánni einum til tveimur sólahringum seinna.

Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu en mældur var einn skjálfti í morgun.

„Óróinn nær hámarki seint í gær og það heldur áfram að hækka í ánni. Við bíðum eftir því,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Ekkert bendi þó til gosóróa eins og er. Árið 2021 varð hlaup en ekkert eldgos braust út í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×