Hækkaði launin sín og lét fyrirtækið borga fyrir skilnaðinn Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2024 14:16 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Alessandro til greiðslu ríflega 40 milljóna króna. Vísir/Vilhelm Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að Arctic Pet ehf., félag utan um framleiðslu gæludýradýrafóðurs í Garðinum, hafi höfðað málið á hendur Era og Era Trading ehf., sem er félag í hans eigu. Stofnaði félagið, seldi það og var svo ráðinn aftur Í dóminum segir að nokkur ágreiningur hafi verið uppi um málsatvik en að ráða hafi mátt þau af gögnum málsins. Alessandro Era, sé stofnandi og fyrrverandi stjórnarmaður í félagi stefnanda, Arctic Pet ehf. Alessandro hafi ásamt félaginu Skinnfiski ehf. þann 12. júní 2013 stofnað stefnanda, Arctic Pet ehf., og jafnframt verið skráður helmingseigandi þess við stofnun félagsins. Síðar sama ár hafi ítalska félagið SANYpet S.p.A. eignast 85 prósent hlut í stefnanda, en félagið muni nú vera eini skráði hluthafi í stefnanda. Alessandro hafi verið stjórnarformaður Arctic Pet frá stofnun félagsins allt fram til 4. mars 2014 og frá þeim tíma hafi hann setið í stjórn félagsins fram til 3. mars 2015. Hann muni jafnframt hafa verið starfsmaður Arctic Pet á sama tímabili, en látið af störfum fyrir félagið fyrrgreindan dag og selt samhliða því fimm prósent eignarhlut sinn í félaginu til félagsins SANYpet S.p.A. Alessandro var á ný verið ráðinn til starfa hjá stefnanda 1. apríl 2019 sem rekstrarstjóri félagsins í fullu starfi. Samkvæmt vinnusamningstilboði, sem dagsett er 21. febrúar sama ár og undirritað af Alessandro, hafi umsamin mánaðarlaun hans verið 1.000.000 króna auk 150.000 króna mánaðarlegrar endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar, farsíma og fartölvu. Hækkaði launin um helming Þá hafi Alessandro verið kjörinn í stjórn Arctic Pet 15. nóvember 2019 og með tilkynningu til fyrirtækjaskrár Skattsins 15. nóvember ári síðar verið eini stjórnarmaður félagsins. Þá hafi Alessandro jafnframt verið skráður prókúruhafi félagsins frá 28. maí 2019 til 8. ágúst 2022. Þann 1. febrúar 2021 hafi Alessandro sjálfur undirritað og fyrir hönd félagsins nýjan ráðningarsamning sinn við félagið þar sem launakjör hans sættu hálfrar milljónar króna hækkun frá því sem áður var. Með bréfi Arctic pet, dagsettu 8. ágúst 2022, hafi ráðningarsamningi við Alessandro verið rift. Þá hafi félagið vísað til þess að eini hluthafi í Arctic Pet, SANYpet S.p.A., hafi í kjölfar riftunarinnar afturkallað skipun Alessandro sem eina stjórnarmanns í félaginu og sett annan mann í hans stað, auk þess sem aðgengi hans að bankareikningum félagsins hafi verið afturkallað. Í kjölfarið hafi innistæður á banka-reikningum Alessandro verið kyrrsettar með endurupptekinni kyrrsetningargerð 31. ágúst 2022 og innstæður á bankareikningum Era Trading ehf. kyrrsettar með kyrrsetningargerð 30. ágúst sama ár. Kröfur um alls 46,2 milljónir króna Í dóminum segir að Arctic Pet hafi í fyrstu tveimur kröfuliðum í stefnu krafist þess að staðfestar yrðu með dómi kyrrsetningar-gerðir Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Í seinni tveimur kröfunum hafi þess verið krafist að Alessando yrði gert að greiða félaginu 46.263.345 krónur með tilgreindum dráttarvöxtum og hins vegar að Era Trading ehf. yrði dæmt til að greiða félaginu, þar af óskipt með Alessandro, 19.807.698 krónur með tilgreindum dráttarvöxtum. Af útlistun fjárkrafna í stefnu yrði ráðið að stefnukrafan nemi að samtölu 46.263.345 krónum en af henni skuli Era Trading ehf. greiða óskipt 19.807.698 krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum. Félagið byggi á því að Alessandro hafi ráðist í kostnað fyrir félagið, án heimildar, og með því bakað sér og einkahlutafélagi sínu, Era Trading ehf., skaðabótaskyldu eða eftir atvikum að stofnast hafi á hendur þeim skylda til endurgreiðslu. Leigði sér íbúð og greiddi lögmannskostnað vegna skilnaðar Í dóminum segir að óumdeilt sé að Alessendro hafi stofnað til þeirra útgjalda og kostnaðar sem Arctic Pet gerði bótakröfu vegna og fjárhæð þess kostnaðar og þeirra útgjalda hafi ekki sætt andmælum af hálfu Alessandro og félags hans. Fjárkröfur Arctic Pet lúti annars vegar að því að Alessandro hafi nýtt sér aðstöðu sína hjá félaginu til að áskilja sér hærri launagreiðslur en upphaflegur ráðningarsamningur eða starfstilboð gerði ráð fyrir og hafa í heimildarleysi gert nýjan ráðningarsamning við sjálfan sig fyrir hönd félagsins. Með því hafi Alessandro úthlutað sér fjármunum félagsins í formi launagreiðslna í andstöðu við umsamin ráðningarkjör. Fjárhæð krafna félagsins hvað þennan þátt varðar nemi mismun á launagreiðslum samkvæmt upphaflegum ráðningarkjörum og þeim greiðslum sem Alessandro tók sér umfram þá fjárhæð. Jafnframt séu kröfur stefnanda byggðar á því að Alessandro hafi látið félagið greiða kostnað sem verið hafi félaginu óviðkomandi, svo sem lögfræðikostnað í tengslum við hjónaskilnað hans, kostnað vegna kaupa á húsgögnum til hans eigin nota, kostnað vegna húsaleigu fyrir íbúð sem hann hafi sjálfur búið í, bensínkostnað hans, auk óheimillar notkunar hans á greiðslukorti félagsins vegna ferðalaga. Þá geri félagið kröfu vegna fartölvu, síma og heyrnartóla sem Alessandro hafi fengið til afnota hjá félaginu en ekki skilað. Í niðurstöðum dómsins segir að Alessandro hafi hvorki verið heimilt að breyta eigin ráðningarsamningi né stofna til kostnaðar fyrir félagið vegna útgjalda sem voru félaginu óviðkomandi. Fallist var á kröfur félagsins hvað varðaði launakostnað, leigu á húsnæði fyrir Alessandro, lögfræðikostnað vegna hjónaskilnaðar og úttekta af greiðslukorti í tengslum við ferðalög. Hins vegar var ekki talið sannað að eldsneytiskostnaður, kostnaður vegna húsgagnakaupa og kostnaður vegna tæknibúnaðs hefði verið í þágu Alessandros frekar en félagsins. Því var hann sýknaður af kröfum þar að lútandi. Alassandro var dæmdur til að greiða félaginu 24,3 milljónir króna. Gaf út reikninga fyrir tæpar tuttugu milljónir króna Annar hluti stefnu Arctic Pet var óskipt krafa á hendur Alessandro og einkahlutafélags hans Era Trading vegna reikninga sem Alessandro gaf út frá einkahlutafélaginu. Í dóminum segir að Alessandro hafi gefið þær skýringar fyrir reikningunum að samkomulag hefði verið milli hans og þáverandi framkvæmdaastjóra móðurfélags Arctic Pet, um hvatagreiðslur til Alessandro og greiðslur fyrir stjórnarsetu, auk þess sem hluti reikninganna væri vegna leigu á bifreið Alessandros til Arctic Pet. Stefndu hafi, hvað þennan kröfulið varðar, hvorki lagt fram skriflega samninga né aðrar haldbærar skýringar fyrir þeirri tilhögun sem hér um ræðir, auk þess sem Alessandro hafi ekki gefið skýrslu fyrir dóminum. Þá hafi umræddur þáverandi framkvæmdastjóri ekki heldur gefið skýrslu fyrir dóminum. Þar með hafi engar haldbærar skýringar verið gefnar því til stuðnings að vinnulaun Alessandros og önnur hlunnindi skyldu greiddar hinu stefnda félagi en ekki Alessandro sjálfum, líkt og eðlilegt hefði verið hefði verið samið um laun fyrir stjórnarsetu og hvatagreiðslur, líkt og haldið hafi verið fram af hálfu stefndu. Engin skrifleg gögn liggi því hins vegar til grundvallar. Þá yrði ekki betur séð en að hið stefnda félag, sem sé alfarið í eigu og lúti alfarið stjórn Alessandro, hafi ekki verið í sérstökum rekstri, svo sem rekstri er lýtur að útleigu bifreiða eða annarra tækja eða að félagið hafi átt slíkar bifreiðar eða tæki. Að mati dómsins hafi greiðslurnar verið inntar af hendi án heimildar Arctic Pet og félaginu til tjóns, sem stefndu er skylt að bæta að fullu. Því voru Alessandro og Era Trading dæmd til að greiða Arctic Pet óskipt, in solidum, 19,7 milljónir króna. Þá staðfesti dómurinn kröfu Arctic Pet um staðfestingu á kyrrsetningargerðunum tveimur. Loks var Alessandro og Era Trading gert að greiða 1,2 milljónir í málskostnað. Dómsmál Suðurnesjabær Matvælaframleiðsla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að Arctic Pet ehf., félag utan um framleiðslu gæludýradýrafóðurs í Garðinum, hafi höfðað málið á hendur Era og Era Trading ehf., sem er félag í hans eigu. Stofnaði félagið, seldi það og var svo ráðinn aftur Í dóminum segir að nokkur ágreiningur hafi verið uppi um málsatvik en að ráða hafi mátt þau af gögnum málsins. Alessandro Era, sé stofnandi og fyrrverandi stjórnarmaður í félagi stefnanda, Arctic Pet ehf. Alessandro hafi ásamt félaginu Skinnfiski ehf. þann 12. júní 2013 stofnað stefnanda, Arctic Pet ehf., og jafnframt verið skráður helmingseigandi þess við stofnun félagsins. Síðar sama ár hafi ítalska félagið SANYpet S.p.A. eignast 85 prósent hlut í stefnanda, en félagið muni nú vera eini skráði hluthafi í stefnanda. Alessandro hafi verið stjórnarformaður Arctic Pet frá stofnun félagsins allt fram til 4. mars 2014 og frá þeim tíma hafi hann setið í stjórn félagsins fram til 3. mars 2015. Hann muni jafnframt hafa verið starfsmaður Arctic Pet á sama tímabili, en látið af störfum fyrir félagið fyrrgreindan dag og selt samhliða því fimm prósent eignarhlut sinn í félaginu til félagsins SANYpet S.p.A. Alessandro var á ný verið ráðinn til starfa hjá stefnanda 1. apríl 2019 sem rekstrarstjóri félagsins í fullu starfi. Samkvæmt vinnusamningstilboði, sem dagsett er 21. febrúar sama ár og undirritað af Alessandro, hafi umsamin mánaðarlaun hans verið 1.000.000 króna auk 150.000 króna mánaðarlegrar endurgreiðslu vegna ferðakostnaðar, farsíma og fartölvu. Hækkaði launin um helming Þá hafi Alessandro verið kjörinn í stjórn Arctic Pet 15. nóvember 2019 og með tilkynningu til fyrirtækjaskrár Skattsins 15. nóvember ári síðar verið eini stjórnarmaður félagsins. Þá hafi Alessandro jafnframt verið skráður prókúruhafi félagsins frá 28. maí 2019 til 8. ágúst 2022. Þann 1. febrúar 2021 hafi Alessandro sjálfur undirritað og fyrir hönd félagsins nýjan ráðningarsamning sinn við félagið þar sem launakjör hans sættu hálfrar milljónar króna hækkun frá því sem áður var. Með bréfi Arctic pet, dagsettu 8. ágúst 2022, hafi ráðningarsamningi við Alessandro verið rift. Þá hafi félagið vísað til þess að eini hluthafi í Arctic Pet, SANYpet S.p.A., hafi í kjölfar riftunarinnar afturkallað skipun Alessandro sem eina stjórnarmanns í félaginu og sett annan mann í hans stað, auk þess sem aðgengi hans að bankareikningum félagsins hafi verið afturkallað. Í kjölfarið hafi innistæður á banka-reikningum Alessandro verið kyrrsettar með endurupptekinni kyrrsetningargerð 31. ágúst 2022 og innstæður á bankareikningum Era Trading ehf. kyrrsettar með kyrrsetningargerð 30. ágúst sama ár. Kröfur um alls 46,2 milljónir króna Í dóminum segir að Arctic Pet hafi í fyrstu tveimur kröfuliðum í stefnu krafist þess að staðfestar yrðu með dómi kyrrsetningar-gerðir Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Í seinni tveimur kröfunum hafi þess verið krafist að Alessando yrði gert að greiða félaginu 46.263.345 krónur með tilgreindum dráttarvöxtum og hins vegar að Era Trading ehf. yrði dæmt til að greiða félaginu, þar af óskipt með Alessandro, 19.807.698 krónur með tilgreindum dráttarvöxtum. Af útlistun fjárkrafna í stefnu yrði ráðið að stefnukrafan nemi að samtölu 46.263.345 krónum en af henni skuli Era Trading ehf. greiða óskipt 19.807.698 krónur, í báðum tilvikum með dráttarvöxtum. Félagið byggi á því að Alessandro hafi ráðist í kostnað fyrir félagið, án heimildar, og með því bakað sér og einkahlutafélagi sínu, Era Trading ehf., skaðabótaskyldu eða eftir atvikum að stofnast hafi á hendur þeim skylda til endurgreiðslu. Leigði sér íbúð og greiddi lögmannskostnað vegna skilnaðar Í dóminum segir að óumdeilt sé að Alessendro hafi stofnað til þeirra útgjalda og kostnaðar sem Arctic Pet gerði bótakröfu vegna og fjárhæð þess kostnaðar og þeirra útgjalda hafi ekki sætt andmælum af hálfu Alessandro og félags hans. Fjárkröfur Arctic Pet lúti annars vegar að því að Alessandro hafi nýtt sér aðstöðu sína hjá félaginu til að áskilja sér hærri launagreiðslur en upphaflegur ráðningarsamningur eða starfstilboð gerði ráð fyrir og hafa í heimildarleysi gert nýjan ráðningarsamning við sjálfan sig fyrir hönd félagsins. Með því hafi Alessandro úthlutað sér fjármunum félagsins í formi launagreiðslna í andstöðu við umsamin ráðningarkjör. Fjárhæð krafna félagsins hvað þennan þátt varðar nemi mismun á launagreiðslum samkvæmt upphaflegum ráðningarkjörum og þeim greiðslum sem Alessandro tók sér umfram þá fjárhæð. Jafnframt séu kröfur stefnanda byggðar á því að Alessandro hafi látið félagið greiða kostnað sem verið hafi félaginu óviðkomandi, svo sem lögfræðikostnað í tengslum við hjónaskilnað hans, kostnað vegna kaupa á húsgögnum til hans eigin nota, kostnað vegna húsaleigu fyrir íbúð sem hann hafi sjálfur búið í, bensínkostnað hans, auk óheimillar notkunar hans á greiðslukorti félagsins vegna ferðalaga. Þá geri félagið kröfu vegna fartölvu, síma og heyrnartóla sem Alessandro hafi fengið til afnota hjá félaginu en ekki skilað. Í niðurstöðum dómsins segir að Alessandro hafi hvorki verið heimilt að breyta eigin ráðningarsamningi né stofna til kostnaðar fyrir félagið vegna útgjalda sem voru félaginu óviðkomandi. Fallist var á kröfur félagsins hvað varðaði launakostnað, leigu á húsnæði fyrir Alessandro, lögfræðikostnað vegna hjónaskilnaðar og úttekta af greiðslukorti í tengslum við ferðalög. Hins vegar var ekki talið sannað að eldsneytiskostnaður, kostnaður vegna húsgagnakaupa og kostnaður vegna tæknibúnaðs hefði verið í þágu Alessandros frekar en félagsins. Því var hann sýknaður af kröfum þar að lútandi. Alassandro var dæmdur til að greiða félaginu 24,3 milljónir króna. Gaf út reikninga fyrir tæpar tuttugu milljónir króna Annar hluti stefnu Arctic Pet var óskipt krafa á hendur Alessandro og einkahlutafélags hans Era Trading vegna reikninga sem Alessandro gaf út frá einkahlutafélaginu. Í dóminum segir að Alessandro hafi gefið þær skýringar fyrir reikningunum að samkomulag hefði verið milli hans og þáverandi framkvæmdaastjóra móðurfélags Arctic Pet, um hvatagreiðslur til Alessandro og greiðslur fyrir stjórnarsetu, auk þess sem hluti reikninganna væri vegna leigu á bifreið Alessandros til Arctic Pet. Stefndu hafi, hvað þennan kröfulið varðar, hvorki lagt fram skriflega samninga né aðrar haldbærar skýringar fyrir þeirri tilhögun sem hér um ræðir, auk þess sem Alessandro hafi ekki gefið skýrslu fyrir dóminum. Þá hafi umræddur þáverandi framkvæmdastjóri ekki heldur gefið skýrslu fyrir dóminum. Þar með hafi engar haldbærar skýringar verið gefnar því til stuðnings að vinnulaun Alessandros og önnur hlunnindi skyldu greiddar hinu stefnda félagi en ekki Alessandro sjálfum, líkt og eðlilegt hefði verið hefði verið samið um laun fyrir stjórnarsetu og hvatagreiðslur, líkt og haldið hafi verið fram af hálfu stefndu. Engin skrifleg gögn liggi því hins vegar til grundvallar. Þá yrði ekki betur séð en að hið stefnda félag, sem sé alfarið í eigu og lúti alfarið stjórn Alessandro, hafi ekki verið í sérstökum rekstri, svo sem rekstri er lýtur að útleigu bifreiða eða annarra tækja eða að félagið hafi átt slíkar bifreiðar eða tæki. Að mati dómsins hafi greiðslurnar verið inntar af hendi án heimildar Arctic Pet og félaginu til tjóns, sem stefndu er skylt að bæta að fullu. Því voru Alessandro og Era Trading dæmd til að greiða Arctic Pet óskipt, in solidum, 19,7 milljónir króna. Þá staðfesti dómurinn kröfu Arctic Pet um staðfestingu á kyrrsetningargerðunum tveimur. Loks var Alessandro og Era Trading gert að greiða 1,2 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Suðurnesjabær Matvælaframleiðsla Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent