Brotnir verktakar fari grjótharðir áfram á hnefanum Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. janúar 2024 16:11 Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns og Margeirs. Vísir/Sigurjón Fjöldi íbúa Grindavíkur hefur skrifað undir pappíra sem heimila viðbragðsaðilum að fara inn í hús þeirr,a til þess að kanna ástand hitakerfa fasteigna, og afhent þeim lykla að heimilum sínum. Einn þeirra segir einsýnt að halda verði viðgerðum í bænum áfram. Verktakar hafi brotnað við slysið í bænum en fari áfram á hnefanum. Greint var frá því í morgun heitt vatn væri komið á vestari hluta bæjarins og að almannavarnir hafi óskað þess að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skiluðu til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt væri að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Fréttamaður skellti sér í húsnæði Brunavarna Suðurnesja í Reykjanesbæ, sem almannavarnir nota þessa dagana, og tók íbúa tali þegar þeir skiluðu lyklum. Þurfti ekki að afhenda lykla af því hann skildi eftir opið Geir Guðmundsson er einn þeirra íbúa sem mætti í húsnæði almannavarna. Hann kvaðst vera þar í þeim erindagjörðum að veita skriflegt leyfi fyrir því að farið yrði inn á heimili hans í Grindavík. Hann segist varla hafa sofið í nótt vegna áhyggja af því að heimili hans lægi undir skemmdum vegna skorts á heitu vatni. Því fagni hann því að einhver geti farið inn í húsið að athuga með skemmdir þó að hann megi það ekki. Hann kveðst ekki vita nákvæmlega hvernig fyrirkomulagið verði, hann hafi skrifað undir leyfi og voni nú það besta. Varstu þá að afhenda lykla? „Nei, ég gerði það nú ekki. Ég skildi bara eftir opið, það er enginn að snuðra þarna. Nema kannski RÚV, það gæti verið.“ Þakklát en væri alveg til í fara sjálf Guðný Sigurðardóttir fór með lykla að heimili föður hennar til viðbragðsaðila. Henni þykir ekkert tiltökumál að afhenda ókunnugu fólki lyklana. „Ég treysti þessu fólki, það er að gera þetta fyrir okkur. Við megum ekki fara, þó að við værum alveg til í gera það.“ Hún segist hafa haft áhyggjur af húsinu sínu á hverjum einasta degi undanfarið, hvað sem líður eldgosinu sem hófst á sunnudag. Húsið hennar standi enn en hún hafi ekki hugmynd um það hvernig umhorfs er innandyra. „Hvort allt sé brotið og bramlað. Við tökum bara á því þegar það kemur að því.“ Guðný segir að hún sé dofin og hafi skolfið síðustu daga. „Þetta er ekki góð staða. Við vitum ekki hvenær við komumst heim, hvort við komumst heim.“ „Auðvitað höfum við áhyggjur“ Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns & Margeirs, segir að helsta áhyggjuefnið í dag sé heitavatns- og rafmagnslaust í bænum. Að lagnir frostspringi. Því hafi hann lagt inn lykla að húsum í bænum til þess að fá vonandi skýrari mynd af stöðunni. „Auðvitað höfum við áhyggjur,“ segir hann. Hann segir þó að honum líði ágætlega. Hann hafi ásamt öðrum hjá Jóni og Margeiri unnið að viðgerðum í bænum frá 10. nóvember. „Við erum búnir að vera hérna upp frá að vinna alla daga og okkur hefur svo sem alveg liðið ágætlega. En auðvitað var þetta hörmulegt slys þarna í síðustu viku, sem við vorum að vinna í kringum. Það braut okkur aðeins en við erum grjótharðir og höldum áfram. Enginn beygur Jón Gunnar segir að hann hafi ekki unnið í bænum eftir að gos hófst nema þegar vinnuvélum var bjargað úr hraunjaðrinum. Tekist hafi að bjarga öllum tækjum Jóns og Margeirs og aðstoða aðra verktaka við björgunina. Hann kveður engan beyg vera í sér og að hann vonist til þess að komast inn í bæinn sem fyrst til þess að halda lagfæringum áfram. „Hefja þarna lagfæringar á því sem við þurfum að laga og svo taka stöðuna. Við þurfum að laga þetta, koma hita á húsin og koma bæjarfélaginu í gang. Þó að það sé augljóst að það sé ekki að fara í gang á næstunni. Við þurfum allavega að varðveita innviði bæjarins. Og þú tekur af fullum krafti þátt í því verkefni? „Engin spurning, alveg grjótharður. Bara áfram á hnefanum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08 Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. 15. janúar 2024 09:56 Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. 14. janúar 2024 19:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Greint var frá því í morgun heitt vatn væri komið á vestari hluta bæjarins og að almannavarnir hafi óskað þess að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skiluðu til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt væri að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Fréttamaður skellti sér í húsnæði Brunavarna Suðurnesja í Reykjanesbæ, sem almannavarnir nota þessa dagana, og tók íbúa tali þegar þeir skiluðu lyklum. Þurfti ekki að afhenda lykla af því hann skildi eftir opið Geir Guðmundsson er einn þeirra íbúa sem mætti í húsnæði almannavarna. Hann kvaðst vera þar í þeim erindagjörðum að veita skriflegt leyfi fyrir því að farið yrði inn á heimili hans í Grindavík. Hann segist varla hafa sofið í nótt vegna áhyggja af því að heimili hans lægi undir skemmdum vegna skorts á heitu vatni. Því fagni hann því að einhver geti farið inn í húsið að athuga með skemmdir þó að hann megi það ekki. Hann kveðst ekki vita nákvæmlega hvernig fyrirkomulagið verði, hann hafi skrifað undir leyfi og voni nú það besta. Varstu þá að afhenda lykla? „Nei, ég gerði það nú ekki. Ég skildi bara eftir opið, það er enginn að snuðra þarna. Nema kannski RÚV, það gæti verið.“ Þakklát en væri alveg til í fara sjálf Guðný Sigurðardóttir fór með lykla að heimili föður hennar til viðbragðsaðila. Henni þykir ekkert tiltökumál að afhenda ókunnugu fólki lyklana. „Ég treysti þessu fólki, það er að gera þetta fyrir okkur. Við megum ekki fara, þó að við værum alveg til í gera það.“ Hún segist hafa haft áhyggjur af húsinu sínu á hverjum einasta degi undanfarið, hvað sem líður eldgosinu sem hófst á sunnudag. Húsið hennar standi enn en hún hafi ekki hugmynd um það hvernig umhorfs er innandyra. „Hvort allt sé brotið og bramlað. Við tökum bara á því þegar það kemur að því.“ Guðný segir að hún sé dofin og hafi skolfið síðustu daga. „Þetta er ekki góð staða. Við vitum ekki hvenær við komumst heim, hvort við komumst heim.“ „Auðvitað höfum við áhyggjur“ Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri Jóns & Margeirs, segir að helsta áhyggjuefnið í dag sé heitavatns- og rafmagnslaust í bænum. Að lagnir frostspringi. Því hafi hann lagt inn lykla að húsum í bænum til þess að fá vonandi skýrari mynd af stöðunni. „Auðvitað höfum við áhyggjur,“ segir hann. Hann segir þó að honum líði ágætlega. Hann hafi ásamt öðrum hjá Jóni og Margeiri unnið að viðgerðum í bænum frá 10. nóvember. „Við erum búnir að vera hérna upp frá að vinna alla daga og okkur hefur svo sem alveg liðið ágætlega. En auðvitað var þetta hörmulegt slys þarna í síðustu viku, sem við vorum að vinna í kringum. Það braut okkur aðeins en við erum grjótharðir og höldum áfram. Enginn beygur Jón Gunnar segir að hann hafi ekki unnið í bænum eftir að gos hófst nema þegar vinnuvélum var bjargað úr hraunjaðrinum. Tekist hafi að bjarga öllum tækjum Jóns og Margeirs og aðstoða aðra verktaka við björgunina. Hann kveður engan beyg vera í sér og að hann vonist til þess að komast inn í bæinn sem fyrst til þess að halda lagfæringum áfram. „Hefja þarna lagfæringar á því sem við þurfum að laga og svo taka stöðuna. Við þurfum að laga þetta, koma hita á húsin og koma bæjarfélaginu í gang. Þó að það sé augljóst að það sé ekki að fara í gang á næstunni. Við þurfum allavega að varðveita innviði bæjarins. Og þú tekur af fullum krafti þátt í því verkefni? „Engin spurning, alveg grjótharður. Bara áfram á hnefanum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Tengdar fréttir Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08 Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. 15. janúar 2024 09:56 Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. 14. janúar 2024 19:34 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt. 16. janúar 2024 11:08
Raunsæi í stað bjartsýni: „Ég býst ekki við því að flytja heim aftur“ Sunna Jónína Sigurðardóttir, íbúi við Efrahóp í Grindavík - götuna þar sem hús hafa orðið hrauninu að bráð, segir kominn tíma til að horfa raunsætt á hlutina og hætta að vera bjartsýn. Hún sér ekki fyrir sér endurkomu til Grindavíkur. 15. janúar 2024 09:56
Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. 14. janúar 2024 19:34