Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir? Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar 16. janúar 2024 18:00 Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda. Nokkur þessara sveitarfélaga hafa nú aðeins dregið í land og hyggjast endurskoða þá hækkun sem er innlegg þeirra sveitarfélaga í kjarasamningsviðræður aðila vinnumarkaðarins sem nú standa yfir enda mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og vextina. Skólamáltíðir hækka um tugi prósenta Við gerð fjárhagsáætlunar 2024 ákvað meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að gjaldskrár myndu hækka um 9,9% frá áramótum. Og sem dæmi má nefna að leikskólagjöldin hækka um 9,9%. En matarkostnaður í leikskólum hækkaði um heil 19% líka. Í grunnskólanum var sömu sögu að segja af matarkostnaði nema þar nam hækkunin heilum 33%. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók nefnilega ákvörðun um hækka ekki kostnaðarhlutdeild bæjarins í matarkostnaði leik- og grunnskólabarna þegar gjaldskrá Skólamatar hækkaði um 33%. Þetta gerðis meirihlutinn þrátt fyrir háfleyg orð í málefnasamningi meirihlutans um að markviss skref verði tekin á kjörtímabilinu í átt að gjaldfrjálsum skólamat. Meirihlutinn bætti svo um betur þegar hann felldi tillögu Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar um að hlutdeild bæjarins myndi hækka upp í 50% frá og með áramótum til þess að verja fjölskyldur í bænum fyrir þessari miklu hækkun. Hætta á að mörg börn fari á mis við skólamáltíðir Að sjálfsögðu ættu skólamáltíðir að vera endurgjaldslausar en ef það er óskhyggja í mér þá hefði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks a.m.k. átt að samþykkja tillögu okkar jafnaðarfólks og hækka kostnaðarhlutdeild bæjarins í skólamáltíðum svo hækkunin komi ekki niður á börnum og heilsu þeirra til framtíðar. Einfaldlega vegna þess að skólamáltíðir eru lýðheilsumál og væri eðlilegast að taka þær sérstaklega út fyrir sviga í gjaldskrárhækkunum á þjónustu. Því miður er líklegt að þessi bratta hækkun á skólamat í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar muni leiða til þess að mörg heimili hafi einfaldlega ekki efni á því að greiða hærri upphæðir fyrir skólamáltíðir. Slíkt getur leitt til þess að mörg börn fái ekki þá næringu sem þau þurfa. Bitnar á heilsu og þroska barna Það er alvarlegt lýðheilsumál að ákveðinn hópur barna fái færri tækifæri til þroska og heilsu vegna efnahags heimilisins. Það er alvarlegt mál að börn fái ekki góða næringu og til lengri tíma litið fer þetta að bitna á heilsu og þroska þessara barna. Því er það nokkuð ljóst að þessi kostnaður mun lenda annars staðar í kerfinu eftir nokkur ár. Því tel ég einsýnt að Hafnarfjarðarbær verði að endurskoða gjaldskrárhækkanir fyrir skólamáltíðir og minni á að hér er um lýðheilsumál að ræða. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun