Vill tug milljarða frá stjórnarformanni Newcastle fyrir að vinna myrkraverk prinsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 23:31 Yasir Al-Rumayyan í golfi. Richard Heathcote/Getty Images Yasir Al-Rumayyan, formaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og LIV-mótaraðarinnar í golfi, gæti verið stefnt í einkamáli fyrir að „fylgja fyrirmælum krónprinsins Mohammed Bin Salman. Talið er að lögsóknin muni hljóða upp á rúma tíu milljarða íslenskra króna. Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira