Fyrirliðinn orðlaus eftir afhroð gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:28 Aron klórar sér í höfðinu yfir slakri frammistöðu. Vísir/Vilhelm „Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil. Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Sjá meira