Breyttar fjölskylduaðstæður vógu þyngst Valur Páll Eiríksson skrifar 17. janúar 2024 19:47 Aron Bjarnason er kominn heim og samdi við Breiðablik. Vísir/Sigurjón Aron Bjarnason sneri nýverið heim úr atvinnumennsku og samdi við Breiðablik fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla. Það var smá bras að losa sig frá liði hans erlendis en hann var ákveðinn í heimför. „Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Mér líst mjög vel á þetta. Ég hef auðvitað verið í félaginu áður og það er allt í toppstandi.“ segir Aron um skipti sín til Blika. Mikið var rætt og ritað um heimkomu Arons og hann orðaður við nokkur lið. Mest þó við fyrrum félög sín tvö, Breiðablik og Val. Hann var enn samningsbundinn liði sínu Sirius í Svíþjóð og var félagið ekki reiðubúið að slíta samningi eða láta hann fara frítt. Það flækti málið og hefur hann því þurft að bíða þolinmóður á meðan félögin komust að samkomulagi um kaupverð. „Ég hef verið að vinna í því að fá mig lausan hjá félaginu úti og félögin hérna heima þurfa að greiða eitthvað ákveðið verð. Svo er það bara þeirra að koma saman og ég að ná samkomulagi við félögin hér heima. Þetta er svolítið flókið en hafðist á endanum.“ „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það hvaða félög þetta voru en ég fór almennilega í samningaviðræður við tvö félög. Það voru mörg önnur sem voru að spyrjast fyrir en fór ekkert lengra.“ segir Aron. Aron varð Íslandsmeistari með Val á Covid-tímabilinu 2020.Vísir/Haraldur Sú saga fór hátt að Valsmenn væru tilbúnir að halda blaðamannafund þegar Aroni hafi snúist hugur og samið við Blika. Aron segir það flökkusögu. „Ég held það sé bara ekki rétt. Það var ekki forsenda fyrir því að halda blaðamannafund. Það var ekki komið svo langt, það þarf að vera samþykkt frá félaginu úti og ég að samþykkja frá þeim. Það var ekki komið á það stig,“ segir Aron. Best fjölskyldunnar vegna að koma heim Aron og kærasta hans eiga ungt barn og það hefur blundað í honum um nokkurra mánaða skeið að reyna að komast að hjá liði hér heima. „Um mitt tímabil í fyrra tók ég smá samtal við klúbbinn um þetta. Svo breyttust fjölskylduaðstæður í september og okkur langaði að koma heim. Ég væri þá hérna í toppliði, við með fjölskyldu og vinum og við teljum það mjög mikils virði.“ Góð frammistaða með Breiðabliki 2019 leiddi til þess að Újpest í Ungverjalandi festi kaup á Aroni.Vísir/Bára „Kærastan mín er nýlega búin að klára læknisfræðinám og er að fara halda áfram í sérnámsgrunni og að vinna hérna heima. Það hentaði okkur langbest að koma heim núna. Ég er 28 ára og hef fullt fram að færa í deildinni. Þetta var frábært fit, í rauninni,“ segir Aron. Fylgst vel með og spenntur að byrja Aron kveðst hafa fylgst vel með Bestu deildinni undanfarin ár en hann lék síðast á láni hjá Val sumarið 2020, og varð Íslandsmeistari. Hann er spenntur að koma aftur inn í deild sem styrkist með hverju árinu. „Þetta er mjög spennandi. Ég er búinn að fylgjast með þessu mjög vel með síðustu ár og hef alltaf gaman af því að horfa á deildina. Ég er mjög spenntur að komast í þessa deild,“ Breiðablik kláraði í desember lengstu leiktíð sem sögur fara af á Íslandi sökum þátttöku liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar hafa orðið þjálfaraskipti þar sem Halldór Árnason tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni fyrr í vetur og því nóg um að vera í Kópavogi. „Þeir eru stórhuga. Það á ekkert að fara að slaka á þar. Ég þekki strákana í liðinu og hef fylgst vel með þeim og hrífst af leikstílnum. Það koma einhverjar breytingar með þjálfaraskiptum en mér líst mjög vel á það sem þeir hafa haft að segja. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ segir Aron. Klippa: Spenntur fyrir komandi tímum í Kópavogi Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni að ofan.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira