Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 10:30 Snorri Steinn Guðjónsson getur enn komið íslenska landsliðinu á Ólympíuleikana í París í sumar. vísir/vilhelm Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Fyrir mót talaði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, sem og leikmenn, um að markmið Íslands væri að koma sér inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Með hjálp Svartfjallalands í gær er það markmið enn raunhæft, það er að segja ef íslenska liðið vaknar til lífsins í milliriðlakeppninni. Af þeim tólf liðum sem eftir standa á EM er Ísland í baráttu við Austurríki, Holland og Portúgal um tvö laus sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í vor. Mögulega bætist Slóvenía við þessa baráttu og mögulega einnig Króatía þó það sé afar ósennilegt. Allar líkur eru sem sagt á því að Austurríki sé eina liðið í milliriðli okkar Íslendinga, sem Ísland berst við um sæti í undankeppni ÓL. Upphafsstaðan í milliriðli 1.vísir Íslendingar þurfa svo að halda með Norðurlandaþjóðunum í milliriðli 2 og vonast eftir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð endi þar í efstu þremur sætunum. Það yrði að minnsta kosti mesta hjálpin í baráttunni um ÓL-farseðil. Í þessu ljósi eru góðar fréttir að Holland og Portúgal séu stigalaus fyrir leiki dagsins. Upphafsstaðan í milliriðli 2.vísir Eins og staðan er núna er mögulegt að það dugi Íslandi að enda í 5. sæti síns milliriðils, til að fá annað sætanna tveggja í undankeppni ÓL. Það ætti til dæmis að duga ef að Austurríki endar þá í 6. sætinu, og Norðurlandaþjóðirnar standa sig í milliriðli 2. Í allra versta falli þyrfti Ísland að ná 3. sæti á mótinu en það er afar ólíklegt. Síðasta HM skiptir sköpum Til að skýra málið enn frekar þá er staðan sem sagt þessi: Strákarnir okkar ætla sér í Ólympíuumspilið, og á EM eru í boði tveir miðar. Lið sem eru komin inn á leikana, eða komast í umspilið í gegnum síðasta HM, eru ekki keppinautar Íslands um þessa miða. Sem sagt, það er ljóst að Ísland er ekki í baráttu við Danmörk eða Frakkland um þessa miða, og ekki heldur við Svíþjóð, Þýskaland, Noreg eða Ungverjaland (lið sem enduðu í hópi átta efstu liða á HM í janúar og tryggðu sér sæti í umspili). Spánn tryggði sig einnig inn í forkeppni ÓL á síðasta HM en er úr leik á EM. Egyptar gætu hjálpað Íslandi Til að flækja þetta enn frekar, og auka vonir Íslands, þá eru yfirgnæfandi líkur á að eitthvert liðanna sex hér að ofan vinni EM og fái eina örugga farseðilinn beint á Ólympíuleikana, sem í boði er á EM (Ef Danir eða Frakkar vinna EM, eða spila til úrslita, þá fær næsta lið á eftir þeim þennan ÓL-farseðil). Við það fengi Króatía (9. sæti á HM) miða í Ólympíuumspilið út frá HM og myndi ekki keppa við Ísland um sæti í umspilinu. Og ef að Egyptaland (7. sæti á HM) vinnur svo Afríkumótið núna í janúar, sem er alveg líklegt, þá fengi Slóvenía (10. sæti á HM) öruggt sæti í umspilinu. Annars færi það til Egyptalands. Það er sem sagt afar líklegt að Ísland losni við að keppa við Króatíu um umspilssæti, og einnig líklegt að Ísland losni við Slóveníu. Aðeins eitt af þessum má enda ofar en Ísland Eftir standa þó sterk lið sem Ísland mun þurfa að berjast við um farseðlana tvo í umspilið. Lið sem Ísland þarf að enda fyrir ofan á þessu Evrópumóti. Fræðilega séð gæti 10. sæti dugað Íslandi til að komast í umspilið. En ekki ef tvö af þessum liðum enda ofar: Portúgal, Holland, Austurríki. Til að meta hvort liðið í 5. sæti milliriðils 1 eða 2 endar ofar á mótinu (í 9. eða 10. sæti), og eins varðandi liðin sem enda í 4. sæti síns milliriðils, er notast við stigasöfnun og svo markatölu. Liðin sem enda í 3. sæti milliriðlanna spila um 5. sæti mótsins. Portúgal, Holland og Austurríki eru sem sagt liðin sem að Ísland þarf pottþétt að slá við, og mögulega einnig Slóvenía (ef Egyptaland verður ekki Afríkumeistari). Aðeins eitt þeirra má enda ofar en Ísland. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira