Besta sætið: „Fá Donna inn hægra megin, fórna Ómari og fórna Viggó“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:43 Kristján Örn, Donni, á æfingu liðsins í dag. vísir / vilhelm Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld. Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Einar og Rúnar gagnrýndu harðlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði með átta marka mun og mun fara stigalaust með átta marka mínus í milliriðilinn. Talið barst að feimni liðsins við að skjóta á markið, Ísland leitar sífellt í gegnumbrot inn á línu og þeir félagar furðuðu sig á því að Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, skyldi ekki hafa sést á mótinu. Þeir sammæltust um að hann gæti skipt sköpum fyrir liðið og breytt dýnamík liðsins til hins betra. „Við erum að fara ótrúlega nálægt vörninni, það er eins og okkur langi að labba með boltann inn í markið. Ég veit að þið getið það strákar, en stundum verður maður bara að skjóta. Stundum skýt ég bara, því ég átti að skjóta, ekki af því mér leið vel með það eða fannst það besta ákvörðunin. Það er bara, ef ég skýt ekki núna hvenær skýt ég þá? Það komu svona fimmtán þannig stöður í leiknum áðan þar sem maður sagði bara strákar, hvað viljiði meira?“ spurði Rúnar retorískt. „Eru þeir bara of lágvaxnir?“ spurði Stefán Árni þá. „Ég er sammála Rúnari, en nei við erum ekki of lágvaxnir, við erum bara of líkir. Allir leikmenn nánast steyptir í sama formið... Á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá að sjá Donna... Það getur breytt dýnamíkinni að fá hann þarna inn hægra megin. Þá þarf að fórna Ómari og fórna Viggó en þú færð þá meira út úr: Gísla, Janusi og Aroni. Það þarf að sækja Donna, klárlega“ bætti Einar við. „Donni hefði getað spilað og það er engin fórn þannig séð. Við erum blessunarlega með svakalega breidd í þessu landsliði og það þýðir að stundum situr einhver á bekknum. Í Danmörku situr stundum Mikkel Hansen á bekknum, það er bara partur af því að vera í góðu liði.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu, nýr þáttur fer í loftið eftir leikinn gegn Þýskalandi annað kvöld.
Handbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira