Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 09:51 Hútar héldu um síðustu helgi mótmæli, þar sem þeir mótmæltu árásum Bandaríkjamanna og Breta gegn þeim í Jemen. AP Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. Eldflaugunum var skotið af skipum og kafbátum að skotmörkum í Jemen. Þar á meðal voru fjórtán eldflaugar sem Hútar höfðu komið fyrir á skotpöllum. Í tilkynningu frá stjórn herafla Bandaríkjanna á þessu svæði, segir að árásirnar hafi verið gerðar í sjálfsvörn, þar sem eldflaugum Húta hefði getað verið skotið að frakt- og herskipum á svæðinu. Þar segir að markmið árásanna sé einnig að draga úr getu Húta til að halda árásum sínum áfram. U.S. CENTCOM Strikes Houthi Terrorist Missile LaunchersIn the context of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on U.S. and partner maritime traffic in the Red Sea, on Jan. 17 at approximately 11:59 p.m. (Sanaa time), U.S. Central pic.twitter.com/MMCQbzr1f7— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar hafa skotið eldflaugum að nærri því fjörutíu fraktskipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar að auki hafa þeir gert árásir á bandarísk, bresk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á skipum sem siglt er um svæðið. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í desember að gerðar yrðu árásir á öll skip sem verið væri að sigla til Ísrael, nema þau færu einnig með neyðarbirgðir til Palestínu. Mörg þeirra skipa sem þeir hafa skotið á hafa þó ekki tengst Ísrael á nokkurn hátt. AP fréttaveitan hefur eftir herforingjanum Pat Ryder, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að áfram yrði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari árásir Húta. Fyrr í vikunni lögðu Bandaríkjamenn hald á eldflaugahluta sem verið var að sigla frá Íran til Jemen. Tveggja sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna sem tóku þátt í því að leggja hald á vopnasendinguna er saknað. Annar þeirra féll í sjóinn þegar alda skall á honum og hinn stökk á eftir honum til að koma honum til aðstoðar. USCENTCOM Seizes Iranian Advanced Conventional Weapons Bound for HouthisOn 11 January 2024, while conducting a flag verification, U.S. CENTCOM Navy forces conducted a night-time seizure of a dhow conducting illegal transport of advanced lethal aid from Iran to resupply Houthi pic.twitter.com/yg4PuTZBh7— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 16, 2024 Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eldflaugunum var skotið af skipum og kafbátum að skotmörkum í Jemen. Þar á meðal voru fjórtán eldflaugar sem Hútar höfðu komið fyrir á skotpöllum. Í tilkynningu frá stjórn herafla Bandaríkjanna á þessu svæði, segir að árásirnar hafi verið gerðar í sjálfsvörn, þar sem eldflaugum Húta hefði getað verið skotið að frakt- og herskipum á svæðinu. Þar segir að markmið árásanna sé einnig að draga úr getu Húta til að halda árásum sínum áfram. U.S. CENTCOM Strikes Houthi Terrorist Missile LaunchersIn the context of ongoing multi-national efforts to protect freedom of navigation and prevent attacks on U.S. and partner maritime traffic in the Red Sea, on Jan. 17 at approximately 11:59 p.m. (Sanaa time), U.S. Central pic.twitter.com/MMCQbzr1f7— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 18, 2024 Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að flutningaskipum og herskipum. Hútar hafa skotið eldflaugum að nærri því fjörutíu fraktskipum og flogið sjálfsprengidrónum að þeim. Þar að auki hafa þeir gert árásir á bandarísk, bresk og frönsk herskip. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á skipum sem siglt er um svæðið. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í desember að gerðar yrðu árásir á öll skip sem verið væri að sigla til Ísrael, nema þau færu einnig með neyðarbirgðir til Palestínu. Mörg þeirra skipa sem þeir hafa skotið á hafa þó ekki tengst Ísrael á nokkurn hátt. AP fréttaveitan hefur eftir herforingjanum Pat Ryder, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að áfram yrði gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari árásir Húta. Fyrr í vikunni lögðu Bandaríkjamenn hald á eldflaugahluta sem verið var að sigla frá Íran til Jemen. Tveggja sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna sem tóku þátt í því að leggja hald á vopnasendinguna er saknað. Annar þeirra féll í sjóinn þegar alda skall á honum og hinn stökk á eftir honum til að koma honum til aðstoðar. USCENTCOM Seizes Iranian Advanced Conventional Weapons Bound for HouthisOn 11 January 2024, while conducting a flag verification, U.S. CENTCOM Navy forces conducted a night-time seizure of a dhow conducting illegal transport of advanced lethal aid from Iran to resupply Houthi pic.twitter.com/yg4PuTZBh7— U.S. Central Command (@CENTCOM) January 16, 2024
Jemen Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Íran Skipaflutningar Tengdar fréttir Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51