Viðbrögð sem gæta meðalhófs Micah Garen skrifar 18. janúar 2024 17:01 Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Micah Garen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar