Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 20:00 Erna Margrét Oddsdóttir er eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Vísir/Einar Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Breyting á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara tekur gildi um mánaðamótin. Breytingin er tilkomin vegna Evróputilskipunar en samkvæmt henni mega ekki vera meira en tveir millilítrar af nikótínvökva í einnota rafrettum. Þá má ekki selja áfyllingarílát fyrir fjölnota rafrettur sem innihalda meira en tíu millilítra af vökva. Mannlíf vakti nýlega athygli á þessari breytingu. Miklar takmarkanir Einnota rafrettur hafa vaxið gríðarlega í vinsældum hér síðustu ár. Oftast er nýting þeirra mæld í „pöffum“ eða hversu oft má anda að sér úr rafrettunni áður en vökvinn klárast. Flestar retturnar innihalda tíu millilítra af vökva sem samsvarar rúmlega þrjú þúsund „pöffum“. Frá og með fyrsta febrúar verður það þó takmarkað við tvo millilítra, um sex til átta hundruð „pöff“. En hvað finnst rafrettusölufólki um þessa breytingu? „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ segir Erna Margrét Oddsdóttir, eigandi rafrettuverslunarinnar Gryfjunnar. Það verður bannað að flytja allar þessar rafrettur inn frá og með 1. febrúar næstkomandi.Vísir/Einar Vont fyrir umhverfið Hún segir hagaðila ekki hafa fengið að gera athugasemdir við breytinguna því hún hafi ekki farið í gegnum samráðsgátt. Ljóst sé að þetta sé mikið tjón fyrir verslanir og missir fyrir viðskiptavini sem eru alls ekki sáttir. Hún spyr hvað sé gott við þessa breytingu. „Það er enginn sem getur svarað mér því því þetta er skelfilegt fyrir umhverfið og slæmt fyrir neytandann og söluaðila. Fólk vill kaupa vökvana í stærri flösku og borga minna, minni plasteyðsla. Þarna er verið að neyða fullorðið fólk í að kaupa bara litlu flöskuna. Þú mátt ekki kaupa stóra, þú þarft að borga meira,“ segir Erna. Rafrettur sem brátt verða ólöglegar.Vísir/Einar Mikill hluti lagersins ónýtur Hún er með lager sem hún verður að selja fyrir 31. maí, annars þarf hún að farga þeim vörum sem eru orðnar ólöglegar. „Ef þetta hefði farið í gegnum Samráðsgátt og ég fengið tíma til þess að pæla í þessu og hugsa hefði ég aldrei pantað svona mikið. Flestar vörurnar sem við erum með, tankarnir eru yfir tveir millilítrar. Þetta eru ekki bara einnota veipurnar, þetta eru tankarnir, stærðirnar á vökvunum. Þetta er svo margt. Þetta er svo stór prósenta af vörunum okkar sem eru ónýtar,“ segir Erna. sd
Rafrettur Evrópusambandið Heilbrigðismál Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira