Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Bjarki Sigurðsson skrifar 11. nóvember 2025 12:09 Matthildur Sveinsdóttir er yfirlögfræðingur Neytendastofu. Aðsend/Getty Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Í dag, ellefta nóvember, er svokallaður Dagur hinna einstæðu, eða Singles' day. Dagurinn er fyrsti stóri afsláttardagurinn í aðdraganda jóla og fjöldi verslana með ýmis konar tilboð og afslætti. Á hverju ári koma upp mál þar sem fyrirtæki hækka verð á vörum skömmu fyrir dag hinna einstæðu. Þegar afslátturinn er svo kominn á er tilboðið í raun ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera. Fylgjast vel með Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu, segir mikilvægt að neytendur séu vel vakandi. „Það er mjög gott fyrir neytendur að vera meðvitaðir og vera mögulega búnir að fylgjast með í smá tíma á undan og horfa á verðið. Hvort það sé þá sannarlega verðlækkun og láta Neytendastofu vita ef þeir verða varir við eitthvað sem er ekki eins og það á að vera,“ segir Matthildur. Ábendingar í morgunsárið Nokkrar ábendingar bárust Neytendastofu í morgun og búist er við fleirum í dag. „Í sumum tilvikum á þetta sér eðlilegar skýringar og það er ekki tilefni til að gera neitt frekar. En í öðrum tilvikum þarf kannski að leiðbeina seljendum aðeins betur um reglurnar eða gera athugasemdir. En við fáum mjög margar ábendingar og við erum mjög þakklát fyrir það. Það er ómögulegt fyrir okkur að fylgjast með öllum mörkuðum þannig neytendur eru mjög mikilvægur liður í þessu eftirliti hjá okkur,“ segir Matthildur. Með aukinni netverslun skapast nýjar hættur. Dæmi eru um að fólk versli á svikasíðum og fái aldrei afhenta vöruna sem það verslaði. „Þannig í viðskiptum á þessum dögum, alveg eins og almennt þegar verslað er á netinu, er mjög mikilvægt að neytendur kynni sér seljandann og viti við hvern þeir eru að eiga viðskipti. Ef það vantar upplýsingar um seljandann, það eru ekki trúverðugar upplýsingar, tilboðið virkar of gott til að vera satt. Það eru rauð flögg sem þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Matthildur. Ekki versla of mikið Á svona dögum verði einnig að huga að umhverfinu. „Hugsa aðeins út í það að það græðir enginn á því að kaupa vöru bara því hún er á miklum afslætti, ef þú hefur engin not fyrir hana,“ segir Matthildur. Neytendur Verslun Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira
Í dag, ellefta nóvember, er svokallaður Dagur hinna einstæðu, eða Singles' day. Dagurinn er fyrsti stóri afsláttardagurinn í aðdraganda jóla og fjöldi verslana með ýmis konar tilboð og afslætti. Á hverju ári koma upp mál þar sem fyrirtæki hækka verð á vörum skömmu fyrir dag hinna einstæðu. Þegar afslátturinn er svo kominn á er tilboðið í raun ekki jafn gott og það lítur út fyrir að vera. Fylgjast vel með Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur Neytendastofu, segir mikilvægt að neytendur séu vel vakandi. „Það er mjög gott fyrir neytendur að vera meðvitaðir og vera mögulega búnir að fylgjast með í smá tíma á undan og horfa á verðið. Hvort það sé þá sannarlega verðlækkun og láta Neytendastofu vita ef þeir verða varir við eitthvað sem er ekki eins og það á að vera,“ segir Matthildur. Ábendingar í morgunsárið Nokkrar ábendingar bárust Neytendastofu í morgun og búist er við fleirum í dag. „Í sumum tilvikum á þetta sér eðlilegar skýringar og það er ekki tilefni til að gera neitt frekar. En í öðrum tilvikum þarf kannski að leiðbeina seljendum aðeins betur um reglurnar eða gera athugasemdir. En við fáum mjög margar ábendingar og við erum mjög þakklát fyrir það. Það er ómögulegt fyrir okkur að fylgjast með öllum mörkuðum þannig neytendur eru mjög mikilvægur liður í þessu eftirliti hjá okkur,“ segir Matthildur. Með aukinni netverslun skapast nýjar hættur. Dæmi eru um að fólk versli á svikasíðum og fái aldrei afhenta vöruna sem það verslaði. „Þannig í viðskiptum á þessum dögum, alveg eins og almennt þegar verslað er á netinu, er mjög mikilvægt að neytendur kynni sér seljandann og viti við hvern þeir eru að eiga viðskipti. Ef það vantar upplýsingar um seljandann, það eru ekki trúverðugar upplýsingar, tilboðið virkar of gott til að vera satt. Það eru rauð flögg sem þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Matthildur. Ekki versla of mikið Á svona dögum verði einnig að huga að umhverfinu. „Hugsa aðeins út í það að það græðir enginn á því að kaupa vöru bara því hún er á miklum afslætti, ef þú hefur engin not fyrir hana,“ segir Matthildur.
Neytendur Verslun Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Sjá meira