Alfreð Gísla: Með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 08:31 Alfreð Gíslason stýrði í gær þýska landsliðinu í fyrsta sinn á móti því íslenska á stórmóti og fagnaði sigri. Vísir/Vilhelm Alfreð Gíslason stýrði þýska landsliðinu til sigurs á móti því íslenska á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi og var því eini Íslendingurinn í höllinni sem fagnaði sigri. Alfreð hrósaði íslenska liðinu fyrir frammistöðuna sem hann taldi vera þá langbestu hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu til þessa. Alfreð sá líka í fyrsta sinn á leik liðsins að Snorri Steinn Guðjónsson væri búinn að ná því fram hjá liðinu hvernig handbolta hann vill að íslenska liðið spili. Fannst þetta frábær handboltaleikur „Það var mjög erfitt að bíða eftir því að leikurinn byrjaði og það var mjög skrýtið að fylgjast með báðum liðum. Mér fannst þetta frábær handboltaleikur. Varnarleikurinn og markvarslan hjá báðum liðum var frábær. Mér fannst Íslendingar líka vera að spila frábæran sóknarleik,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Þó að vörnin mín hafi verið mjög góð þá áttum við í miklum vandræðum með Aron (Pálmarsson) í byrjun og svo með Janus Daða (Smárason) í seinni hálfleik. Það gerðist alveg nákvæmlega það sem ég sagði mínu liði, að þeir gætu gleymt fyrstu leikjum Íslands því það væri allt annað íslenskt lið sem kæmi í þennan leik,“ sagði Alfreð. Ómar Ingi á vítalínunni gegn Wolff.Vísir/Vilhelm „Snorri rúllaði liðinu vel og þeir voru allir að spila mjög vel. Þetta var því frábær bolti sem íslensku strákarnir voru að spila líka. Björgvin (Páll Gústavsson) kemur inn og ver tvö víti sem hefði getað snúið leiknum ef Wolff hefði ekki varið tvö síðustu víti Íslands líka,“ sagði Alfreð. Langbesti leikur Íslands hingað til „Mér fannst íslenska liðið vera að spila sinn langbesta leik hingað til. Það var mjög erfitt að spila við þá núna og mér fannst þeir taktískt mjög vel innstilltir. Þeim tókst líka mjög vel að stoppa hraðaupphlaupin hjá okkur. Ég vissi að Snorri væri með augun á því og þeir gerðu það mjög vel,“ sagði Alfreð. „Þetta vannst eiginlega bara á smáatriðum en ég held að lokum höfum við átt skilið að vinna leikinn. Það kom mér ekkert á óvart að Íslandi skildi spila mjög vel. Við vorum að gera það líka og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð. Klippa: Viðtal við Alfreð eftir leik Íslands og Þýskalands Eins og stuðningsmaður beggja liða „Ég hef þjálfað marga í íslenska liðinu og fylgst með mörgum. Ég hef tekið nokkra til Þýskalands. Þetta var svona annars vegar að vera mjög stoltur af því hvernig liðið er að spila og svo hvað það var erfitt að vera hinum megin á bekknum. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Ég var orðinn eins og stuðningsmaður beggja liða,“ sagði Alfreð léttur. „Það jákvæða sem ég sé út úr þessu fyrir Íslands hönd er að þetta var í fyrsta sinn sem línan hans Snorra var mjög greinileg. Hann rúllar liðinu og setur alla inn í þetta. Allir voru að spila vel og þeir voru að spila frábæran varnarleik. Betri en ég bjóst við því þeir voru mjög agressífir en klókir,“ sagði Alfreð. Snorri og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari ræða málin.Vísir/Vilhelm „Við erum með ungt lið og við erum ekki með breiddina í sóknarleiknum eins og Ísland í útilínunni. Það er að koma og ég var eiginlega mjög stoltur af báðum liðum,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar klikkuðu á því að spila íslenska þjóðsönginn í fyrstu tilraun og það kom mjög flatt upp á marga í höllinni. Vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta var „Það er með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi að það kom rangur þjóðsöngur. Ég vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta væri því það vissi það eiginlega enginn. Ég söng með báðum þjóðsöngvunum. Það er alltaf mikill heiður að standa, horfa á fánann og syngja með,“ sagði Alfreð. Hvernig sér Alfreð framtíðina hjá íslenska liðinu? „Við megum ekki gleyma því að íslenska liðið er líka ungt. Liðið er með frábæra hornamenn sem eru reyndar búnir að brenna óvenju mikið af færum í þessu móti. Ísland er með frábæra útispilaralínu og það væru nokkrir sem væru í hópnum hjá mér sem eru ekki í hópnum hjá Íslandi. Þeir eru með það mikla breidd í sókninni,“ sagði Alfreð. Viktor Gísli hefur verið að gera mest fyrir liðið „Aron er eini virkilega eldri leikmaðurinn en hann á langt eftir. Það eru frábærir talentar þarna. Það sem hefur verið að gera mest fyrir íslenska liðið undanfarið er að Viktor Gísli (Hallgrímsson) er alltaf að spila betur og betur. Hann er að verða stöðugri í markinu og Bjöggi er mjög verðmætur sem varamarkvörður með alla sína reynslu,“ sagði Alfreð. „Línumennirnir eru líka að spila betur. Það var alltaf talið vera vandamál hjá Íslandi að markvarslan og línumennirnir væru áhyggjuefni ef við berum saman þetta lið við það þýska. Elliði er núna að spila frábærlega í Gummersbach og búinn að bæta sig svakalega síðustu ár. Hinir eru líka orðnir mjög góðir,“ sagði Alfreð. Ísland situr á botni milliriðilsins stigalaust. Liðið mætir Frakklandi á morgun klukkan 14:30 en Frakkar unnu dramatískan sigur á Króötum í gær og hafa fjögur stig á toppi riðilsins. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Alfreð hrósaði íslenska liðinu fyrir frammistöðuna sem hann taldi vera þá langbestu hjá íslenska liðinu á Evrópumótinu til þessa. Alfreð sá líka í fyrsta sinn á leik liðsins að Snorri Steinn Guðjónsson væri búinn að ná því fram hjá liðinu hvernig handbolta hann vill að íslenska liðið spili. Fannst þetta frábær handboltaleikur „Það var mjög erfitt að bíða eftir því að leikurinn byrjaði og það var mjög skrýtið að fylgjast með báðum liðum. Mér fannst þetta frábær handboltaleikur. Varnarleikurinn og markvarslan hjá báðum liðum var frábær. Mér fannst Íslendingar líka vera að spila frábæran sóknarleik,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson eftir leikinn. „Þó að vörnin mín hafi verið mjög góð þá áttum við í miklum vandræðum með Aron (Pálmarsson) í byrjun og svo með Janus Daða (Smárason) í seinni hálfleik. Það gerðist alveg nákvæmlega það sem ég sagði mínu liði, að þeir gætu gleymt fyrstu leikjum Íslands því það væri allt annað íslenskt lið sem kæmi í þennan leik,“ sagði Alfreð. Ómar Ingi á vítalínunni gegn Wolff.Vísir/Vilhelm „Snorri rúllaði liðinu vel og þeir voru allir að spila mjög vel. Þetta var því frábær bolti sem íslensku strákarnir voru að spila líka. Björgvin (Páll Gústavsson) kemur inn og ver tvö víti sem hefði getað snúið leiknum ef Wolff hefði ekki varið tvö síðustu víti Íslands líka,“ sagði Alfreð. Langbesti leikur Íslands hingað til „Mér fannst íslenska liðið vera að spila sinn langbesta leik hingað til. Það var mjög erfitt að spila við þá núna og mér fannst þeir taktískt mjög vel innstilltir. Þeim tókst líka mjög vel að stoppa hraðaupphlaupin hjá okkur. Ég vissi að Snorri væri með augun á því og þeir gerðu það mjög vel,“ sagði Alfreð. „Þetta vannst eiginlega bara á smáatriðum en ég held að lokum höfum við átt skilið að vinna leikinn. Það kom mér ekkert á óvart að Íslandi skildi spila mjög vel. Við vorum að gera það líka og þá sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð. Klippa: Viðtal við Alfreð eftir leik Íslands og Þýskalands Eins og stuðningsmaður beggja liða „Ég hef þjálfað marga í íslenska liðinu og fylgst með mörgum. Ég hef tekið nokkra til Þýskalands. Þetta var svona annars vegar að vera mjög stoltur af því hvernig liðið er að spila og svo hvað það var erfitt að vera hinum megin á bekknum. Þetta var mjög skrýtin tilfinning. Ég var orðinn eins og stuðningsmaður beggja liða,“ sagði Alfreð léttur. „Það jákvæða sem ég sé út úr þessu fyrir Íslands hönd er að þetta var í fyrsta sinn sem línan hans Snorra var mjög greinileg. Hann rúllar liðinu og setur alla inn í þetta. Allir voru að spila vel og þeir voru að spila frábæran varnarleik. Betri en ég bjóst við því þeir voru mjög agressífir en klókir,“ sagði Alfreð. Snorri og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari ræða málin.Vísir/Vilhelm „Við erum með ungt lið og við erum ekki með breiddina í sóknarleiknum eins og Ísland í útilínunni. Það er að koma og ég var eiginlega mjög stoltur af báðum liðum,“ sagði Alfreð. Þjóðverjar klikkuðu á því að spila íslenska þjóðsönginn í fyrstu tilraun og það kom mjög flatt upp á marga í höllinni. Vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta var „Það er með því vandræðalegra sem ég hef upplifað lengi að það kom rangur þjóðsöngur. Ég vissi ekki hvaða þjóðsöngur þetta væri því það vissi það eiginlega enginn. Ég söng með báðum þjóðsöngvunum. Það er alltaf mikill heiður að standa, horfa á fánann og syngja með,“ sagði Alfreð. Hvernig sér Alfreð framtíðina hjá íslenska liðinu? „Við megum ekki gleyma því að íslenska liðið er líka ungt. Liðið er með frábæra hornamenn sem eru reyndar búnir að brenna óvenju mikið af færum í þessu móti. Ísland er með frábæra útispilaralínu og það væru nokkrir sem væru í hópnum hjá mér sem eru ekki í hópnum hjá Íslandi. Þeir eru með það mikla breidd í sókninni,“ sagði Alfreð. Viktor Gísli hefur verið að gera mest fyrir liðið „Aron er eini virkilega eldri leikmaðurinn en hann á langt eftir. Það eru frábærir talentar þarna. Það sem hefur verið að gera mest fyrir íslenska liðið undanfarið er að Viktor Gísli (Hallgrímsson) er alltaf að spila betur og betur. Hann er að verða stöðugri í markinu og Bjöggi er mjög verðmætur sem varamarkvörður með alla sína reynslu,“ sagði Alfreð. „Línumennirnir eru líka að spila betur. Það var alltaf talið vera vandamál hjá Íslandi að markvarslan og línumennirnir væru áhyggjuefni ef við berum saman þetta lið við það þýska. Elliði er núna að spila frábærlega í Gummersbach og búinn að bæta sig svakalega síðustu ár. Hinir eru líka orðnir mjög góðir,“ sagði Alfreð. Ísland situr á botni milliriðilsins stigalaust. Liðið mætir Frakklandi á morgun klukkan 14:30 en Frakkar unnu dramatískan sigur á Króötum í gær og hafa fjögur stig á toppi riðilsins.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. 19. janúar 2024 08:00