Handbolti

EHF út­skýrir ruglið með þjóð­söng Ís­lands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir stilla sér upp til að hlýða á þjóðsönginn í Köln í gær.
Íslensku strákarnir stilla sér upp til að hlýða á þjóðsönginn í Köln í gær. Vísir/Vilhelm

Evrópska handboltasambandið segir að Þjóðverjar hafi ekki spilað rangan þjóðsöng fyrir leik Íslands og Þýskalands á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi.

Það var bilun í spilaranum sem orsakaði þau hljóð sem komu úr hátalarakerfinu.

Leikmenn íslenska liðsins voru skiljanlega mjög hissa á svipinn og það mátti heyra óánægju í íslenska stuðningsfólkinu á pöllunum.

Kynnirinn reyndi að gera það besta úr stöðunni og smá bið var þangað til að þjóðsöngurinn var spilaður í réttri útgáfu.

Þýskir mótshaldarar segja að þeir hafi verið að spila Lofsönginn.

„Þetta var ekki rangur þjóðsöngur. Spilarinn hikstaði og þetta kom svona skrýtið út. Við þurftum bara að endurræsa spilarann,“ sagði EHF í svari við fyrirspurn TV2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×