Öryggi í sundlaugum Sólveig Valgeirsdóttir og Eyþór Víðisson skrifa 20. janúar 2024 07:00 Vitundarvakning í minningu Guðna Péturs Guðnasonar Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind. Aðsókn í sundlaugarnar eykst jafnt og þétt í takt við fjölgun ferðamanna til landsins og fjölgun íbúa á landinu. Sundlaugarnar í Reykjavík eru átta talsins og fengu yfir tvær milljónir gesta árið 2023. Þetta eru gestir á öllum aldri frá mismunandi menningarheimum, syndir jafnt sem ósyndir. Mannvirkin eru fjölbreytt, heitir og kaldir pottar, rennibrautir, stökkbretti, djúpar og grunnar laugar. Á sundstöðum geta því leynst margvíslegar hættur, ábyrgð þeirra sem reka sundstaði er mikil og mikilvægt að öryggi gesta sé tryggt. Öryggiskröfur í sundlaugum Kröfur um öryggi hafa breyst í tímanna rás og má þar nefna þætti eins og húsnæði, laugarvörslu, þrif og gæði vatns. Samræmdar reglur um öryggiskröfur á sundstöðum og við kennslulaugar voru gefnar út 1994 og árið 1998 gaf umhverfisráðuneytið út „Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum“ sem unnið er eftir í dag. Síðan þá hefur sú reglugerð verið í sífelldri endurskoðun og hefur Félag forstöðumanna sundstaða á Íslandi verið í góðu samstarfi við ráðuneytið og bent á mikilvæg atriði er varða öryggismál og þyrfti að taka til endurskoðunar í reglugerð. Laugarvarsla krefst fullrar athygli og á laugarverði hvílir mikil ábyrgð. Það getur verið áskorun að fylgjast með hundruðum gesta sem sækja laugina á hverjum tíma hvort sem um er að ræða vöktun af skjám í laugarvarðaturni eða af bakka. Í stórum mannvirkjum eru margir skjáir sem þarf að fylgjast með og ganga um svæðið getur tekið tíma. Það er því ekki óeðlilegt að það sé sundlaugargestur sem kemur fyrstur auga á atvik og kallar eftir hjálp. Þótt ábyrgð rekstraraðila sé mikil er ekki hægt að draga úr þeirri ábyrgð sem einstaklingar bera á sjálfum sér og þeirri áhættu sem fylgt getur sundiðkun, en sérstaklega á það við um þá sem hafa með sér börn á sundstað, þá sem búa við skerta heilsu og einstaklinga sem hafa takmarkaða sundkunnáttu. Þá getur hegðun gesta verið með þeim hætti að hún ógni öryggi þeirra sjálfra og annarra gesta. Úttekt á öryggi í sundlaugum Reykjavíkur Í ágúst 2021 kom út skýrsla Innri endurskoðunar um öryggi sundlauga í Reykjavík. Í niðurstöðum þeirrar úttektar segir m.a. „Um úttekt á öryggismálum sundlauga Reykjavíkur má almennt segja að öryggismál séu í góðu horfi og uppfylli þau skilyrði sem reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kveður á um. Forstöðumenn og starfsmenn sundlauga eru vakandi yfir hættum sem ógnað geta öryggi sundgesta, bæði hvað varðar húsnæði, búnað, heilnæmi vatns og þjálfun og hæfni starfsmanna.“ Bent var á nokkra þætti sem mætti bæta en frá því skýrslan kom út hafa öryggismál í sundlaugum Reykjavíkur verið tekin enn fastari tökum. Búið er að endurskoða og samræma verkferla og aukin áhersla lögð á öryggisþætti við móttöku nýs starfsfólks. Teknar hafa verið í notkun talstöðvar sem flýtir viðbragðstíma komi upp atvik og neyðaræfingum hefur verið fjölgað umfram lögbundnar æfingar. Þá hefur borgin gengið lengra en segir í reglugerð um fjölda barna í hópum sem koma í sund og hefur haft forgöngu í því að samræma það verklag hjá nágrannasveitarfélögunum þar sem hópar sækja sundlaugar á milli sveitarfélaga. Vinnuumhverfi starfsmanna Til að tryggja sem best öryggi gesta þarf starfsumhverfi þeirra sem vinna í sundlaugunum að vera öruggt og gott. Líkt og með öryggismálin hafa byggingareglugerðir tekið breytingum og kröfur um aðbúnað starfmanna aukist. Mikil vinna hefur farið fram hjá borginni í vinnuverndarmálum og hafin er vinna eftir nýrri öryggisstefnu borgarinnar. Áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna hefur verið unnin fyrir allar laugar þar sem áhætta í starfi er metin og unnið út frá þeirri áætlun til að bæta starfsumhverfi. Vitundarvakning í minningu Guðna Péturs Guðnasonar 21. janúar 2022 lést Guðni Pétur Guðnason, starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, við störf sín þegar hann fór með skjólstæðing sinn í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Þetta er afar sorglegur atburður sem snertir marga. Að frumkvæði foreldra Guðna verður minningu hans haldið á lofti þann dag ár hvert með vitundarvakningu um öryggi í sundlaugum og er það hluti af úrbótaáætlun gerð í nafni Guðna og samþykkt í borgarráði. Sunnudaginn 21.janúar n.k. kl.14-16 verður opið hús í Sundhöll Reykjavíkur þar sem gestir geta kynnt sér og prófað þann öryggisbúnað sem notaður er í sundlaugum og við neyðaræfingar starfsfólks. Sá dagur er upphaf öryggisviku í sundlaugunum þar sem innleidd verður ný námslína fyrir laugarverði en þar er lögð áhersla á öryggi og gæði vatns. Ráðstefna verður haldin fyrir öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn og lýkur öryggisviku með opnu húsi í Grafarvogslaug laugardaginn 27.janúar kl.14-16 þar sem gestir geta prófað öryggisbúnað sem notaður er við björgun í sundlaugum. Áfram verður unnið í sundlaugunum með öryggi gesta að leiðarljósi svo upplifun þeirra verði sem best þegar þeir heimsækja laugarnar til leikja, heilsuræktar og slökunar og þeir upplifi þær áfram sem líkamlega, andlega og félagslega heilsulind. Höfundar eru Sólveig Valgeirsdóttir, öryggisstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, og Eyþór Víðisson, öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakning í minningu Guðna Péturs Guðnasonar Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind. Aðsókn í sundlaugarnar eykst jafnt og þétt í takt við fjölgun ferðamanna til landsins og fjölgun íbúa á landinu. Sundlaugarnar í Reykjavík eru átta talsins og fengu yfir tvær milljónir gesta árið 2023. Þetta eru gestir á öllum aldri frá mismunandi menningarheimum, syndir jafnt sem ósyndir. Mannvirkin eru fjölbreytt, heitir og kaldir pottar, rennibrautir, stökkbretti, djúpar og grunnar laugar. Á sundstöðum geta því leynst margvíslegar hættur, ábyrgð þeirra sem reka sundstaði er mikil og mikilvægt að öryggi gesta sé tryggt. Öryggiskröfur í sundlaugum Kröfur um öryggi hafa breyst í tímanna rás og má þar nefna þætti eins og húsnæði, laugarvörslu, þrif og gæði vatns. Samræmdar reglur um öryggiskröfur á sundstöðum og við kennslulaugar voru gefnar út 1994 og árið 1998 gaf umhverfisráðuneytið út „Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum“ sem unnið er eftir í dag. Síðan þá hefur sú reglugerð verið í sífelldri endurskoðun og hefur Félag forstöðumanna sundstaða á Íslandi verið í góðu samstarfi við ráðuneytið og bent á mikilvæg atriði er varða öryggismál og þyrfti að taka til endurskoðunar í reglugerð. Laugarvarsla krefst fullrar athygli og á laugarverði hvílir mikil ábyrgð. Það getur verið áskorun að fylgjast með hundruðum gesta sem sækja laugina á hverjum tíma hvort sem um er að ræða vöktun af skjám í laugarvarðaturni eða af bakka. Í stórum mannvirkjum eru margir skjáir sem þarf að fylgjast með og ganga um svæðið getur tekið tíma. Það er því ekki óeðlilegt að það sé sundlaugargestur sem kemur fyrstur auga á atvik og kallar eftir hjálp. Þótt ábyrgð rekstraraðila sé mikil er ekki hægt að draga úr þeirri ábyrgð sem einstaklingar bera á sjálfum sér og þeirri áhættu sem fylgt getur sundiðkun, en sérstaklega á það við um þá sem hafa með sér börn á sundstað, þá sem búa við skerta heilsu og einstaklinga sem hafa takmarkaða sundkunnáttu. Þá getur hegðun gesta verið með þeim hætti að hún ógni öryggi þeirra sjálfra og annarra gesta. Úttekt á öryggi í sundlaugum Reykjavíkur Í ágúst 2021 kom út skýrsla Innri endurskoðunar um öryggi sundlauga í Reykjavík. Í niðurstöðum þeirrar úttektar segir m.a. „Um úttekt á öryggismálum sundlauga Reykjavíkur má almennt segja að öryggismál séu í góðu horfi og uppfylli þau skilyrði sem reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kveður á um. Forstöðumenn og starfsmenn sundlauga eru vakandi yfir hættum sem ógnað geta öryggi sundgesta, bæði hvað varðar húsnæði, búnað, heilnæmi vatns og þjálfun og hæfni starfsmanna.“ Bent var á nokkra þætti sem mætti bæta en frá því skýrslan kom út hafa öryggismál í sundlaugum Reykjavíkur verið tekin enn fastari tökum. Búið er að endurskoða og samræma verkferla og aukin áhersla lögð á öryggisþætti við móttöku nýs starfsfólks. Teknar hafa verið í notkun talstöðvar sem flýtir viðbragðstíma komi upp atvik og neyðaræfingum hefur verið fjölgað umfram lögbundnar æfingar. Þá hefur borgin gengið lengra en segir í reglugerð um fjölda barna í hópum sem koma í sund og hefur haft forgöngu í því að samræma það verklag hjá nágrannasveitarfélögunum þar sem hópar sækja sundlaugar á milli sveitarfélaga. Vinnuumhverfi starfsmanna Til að tryggja sem best öryggi gesta þarf starfsumhverfi þeirra sem vinna í sundlaugunum að vera öruggt og gott. Líkt og með öryggismálin hafa byggingareglugerðir tekið breytingum og kröfur um aðbúnað starfmanna aukist. Mikil vinna hefur farið fram hjá borginni í vinnuverndarmálum og hafin er vinna eftir nýrri öryggisstefnu borgarinnar. Áætlun um öryggi og heilbrigði starfsmanna hefur verið unnin fyrir allar laugar þar sem áhætta í starfi er metin og unnið út frá þeirri áætlun til að bæta starfsumhverfi. Vitundarvakning í minningu Guðna Péturs Guðnasonar 21. janúar 2022 lést Guðni Pétur Guðnason, starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, við störf sín þegar hann fór með skjólstæðing sinn í sund í Sundhöll Reykjavíkur. Þetta er afar sorglegur atburður sem snertir marga. Að frumkvæði foreldra Guðna verður minningu hans haldið á lofti þann dag ár hvert með vitundarvakningu um öryggi í sundlaugum og er það hluti af úrbótaáætlun gerð í nafni Guðna og samþykkt í borgarráði. Sunnudaginn 21.janúar n.k. kl.14-16 verður opið hús í Sundhöll Reykjavíkur þar sem gestir geta kynnt sér og prófað þann öryggisbúnað sem notaður er í sundlaugum og við neyðaræfingar starfsfólks. Sá dagur er upphaf öryggisviku í sundlaugunum þar sem innleidd verður ný námslína fyrir laugarverði en þar er lögð áhersla á öryggi og gæði vatns. Ráðstefna verður haldin fyrir öryggisverði og öryggistrúnaðarmenn og lýkur öryggisviku með opnu húsi í Grafarvogslaug laugardaginn 27.janúar kl.14-16 þar sem gestir geta prófað öryggisbúnað sem notaður er við björgun í sundlaugum. Áfram verður unnið í sundlaugunum með öryggi gesta að leiðarljósi svo upplifun þeirra verði sem best þegar þeir heimsækja laugarnar til leikja, heilsuræktar og slökunar og þeir upplifi þær áfram sem líkamlega, andlega og félagslega heilsulind. Höfundar eru Sólveig Valgeirsdóttir, öryggisstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, og Eyþór Víðisson, öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun