Nürnberg greindi frá komu Selmu í dag. Liðið er í ellefta og næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig, einu stigi frá öruggu sæti.
Nú er vetrarfrí í þýsku úrvalsdeildinni en næsti leikur leikur Nürnberg er gegn Duisburg 28. janúar. Ingibjörg Sigurðardóttir, samherji Selmu í landsliðinu, er nýgengin til liðs við Duisburg.
Selma, sem er 25 ára, lék með Rosenborg í tvö ár en hún kom til liðsins frá Breiðabliki 2022. Hún varð bikarmeistari með liðinu á síðasta tímabili.
Selma hefur leikið 34 landsleiki og skorað fjögur mörk.