Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 16:20 „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær,“ segir Hildur Margrét. Landsbankinn/Björn Steinbekk Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun