Grípum alla Grindvíkinga Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 21. janúar 2024 20:00 Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar lifum á eyju elds og ísa. Við elskum okkar land og þekkjum þess gjafir og àskoranir. Nú á þessu ári fögnum nú 80 àra líðveldi Íslands og okkur fjölgar stöðugt, íbúafjöldinn er bráðum 400.000. Fimmtungur landsmanna eru með erlent ríkisfang en hafa kosið að setjast hér að og skipta miklu máli fyrir okkar samfélag. Sum þeirra hafa flúið erfiðar aðstæður og sjá fram á betra líf hér norður í Atlantshafi. Við reynum að taka vel á móti þeim og þeirra vinna og framlag skilar þjóðarbúinu miklu. Nú þegar eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga ógna byggð hafa íbúar Grindavíkur þurft að flýja heimili sín og enginn veit hvenær eða hvort hægt verður að flytja þangað aftur. Það getur líklega enginn sett sig í spor þessa fólks sem hefur búið við jarðskjálfta í langan tíma og nú eldsumbrot þar sem jörðin springur og undirstöður bæjarins reynast það ótryggar að jörðin getur gleypt þann sem þar fer um. Þann 10. nóvember var bærinn rýmdur á örskömmum tíma og fólk flúði með nauðsynjar, ætlaði heim fyrir jól og allt yrði gott. Svo fór að gjósa í desember og aftur í janúar og þessum ósköpum er ekki lokið því land rís við Svartsengi og sprungurnar gliðna og hættan eykst. Yfir okkur öllum vofir ógn þess sem landið okkar er byggt á en hvar eða hvenær vitum við ekki. Íbúar Grindavíkur hafa á síðustu dögum talað um sína vanlíðan og aðstæður síðan þau flúðu í nóvember. Í eldgosinu nú í janúar þegar hús urðu hrauni að bráð og mannskaði varð þá fékk fólk nóg. Það vill svör og skýr svör. Við höfum hlustað á lýsingar fólks sem sefur á vindsæng, býr við óviðunandi aðstæður og veit ekki hvað verður. Þetta fólk syrgir sitt fallega samfélag sem greinilega hefur blómstrað í Grindavík. Þar sem gott var að ala upp börn og íþróttir og samkennd virðast hafa ráðið ríkjum, fjölskyldur og vinir hjálpast að. Þriðjungur íbúa Grindavíkur er af erlendu bergi brotinn, fólk sem hefur aðlagast samfélaginu vel, jafnvel svo vel að ráðamenn kannast ekki við að þau séu innflytjendur. Höfum við heyrt þeirra raddir í þessum eldsumbrotum ? Við megum ekki gleyma þessum hópi. Þetta fólk hefur ekkert bakland, flytur ekki inn til ættinga sinna þegar flýja þarf um nótt heldur sefur í fjöldahjàlparmiðstöð Rauða krossins. Nú þurfum við Íslendingar að standa saman og rétta fram hjálparhönd sem aldrei fyrr. Við verðum að gera Grindvíkingum fært að ráða þeirri uppbyggingar vegferð sem framundan er. Hlusta á þeirra óskir, ótta og væntingar. Gera þeim kleift að sjá birtuna í sortanum , því öll él birtir upp um síðir. Veita andlegan stuðning og gefa andrými fyrir þá sem það þurfa. Það virkar ekki það sama fyrir alla. En það sem skiptir öllu máli núna er að grípa alla á Grindvíkinga, líka þá sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Höfundur er læknir.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar