Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar