Kæra hatursorðræðu í garð flóttafólks til lögreglu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 11:12 Sema Erla er formaður stjórnar Solaris. Vísir/Vilhelm Stjórn hjálparsamtakanna Solaris fordæmir í yfirlýsingu orðræðu valdhafa sem ýtir undir hatur og ofbeldi í garð flóttafólks. Samtökunum hafa á fyrstu vikum ársins borist hátt í tuttugu tilkynningar um hatursorðræðu í garð flóttafólks. Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Samtökin hafa kært ein slík ummæli til lögreglunnar og segir í yfirlýsingu stjórnar að fleiri slíkar kærur séu í undirbúningi. Stjórnin gerir í yfirlýsingu sinni jafnframt alvarlegar athugasemdir við orðræðu utanríkisráðherra, Bjarna Benediktssonar og formanns Sjálfstæðisflokksins, um Palestínufólk á Íslandi og mótmæli þeirra við Austurvöll. „Um er að ræða alvarlega þróun sem valdhafar ýta undir og gefa lögmæti með fordómafullri orðræðu en slík orðræða hefur aukið vægi og meiri áhrif þegar hún kemur frá fólki í valdastöðu og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Mótmælin gerð tortryggileg Á föstudag birti utanríkisráðherra færslu á Facebook þar sem hann gagnrýndi tjaldbúðirnar og að þær fengju að standa fram yfir þingsetningu. „Á sama tíma og ráðherra neitar að sinna opinberum skyldum sínum með því að hunsa beiðni Palestínufólks um áheyrn vegna mála er tengjast samþykktum fjölskyldusameiningum Palestínufólks á Gaza beitir utanríkisráðherra sér í valdi embættis síns á opinberum vettvangi til þess að dreifa óhróðri um þegna í viðkvæmri stöðu,“ segir í yfirlýsingu Solaris. Þau segja að með orðræðu sinni ýji utanríkisráðherra að því að mótmæli Palestínufólksins séu tortryggileg. Það geri hann með því að, meðal annars, fjalla um þau á sama tíma og hann fjallar um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Þá er sérstaklega ámælisvert að ráðherra notfæri sér þjóðernishreinsanir í Palestínu í þeim pólitíska tilgangi að auglýsa tilraunir flokks síns til að lögfesta enn grimmari stefnu í málefnum flóttafólks og aukið landamæraeftirlit sem mun fyrst og fremst koma niður á fólki á flótta,“ segir enn fremur. Frumvarp um lokað búsetuúrræði Á föstudag var birt í samráðsgátt frumvarp dómsmálaráðherra og þingkonu Sjálfstæðisflokksins, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, um lokað búsetuúrræði. Hún hefur einnig í vinnslu frumvarp um frekari breytingar á útlendingalögum sem myndu skerða verulega talsmannaþjónustu sem stendur umsækjendum um alþjóðlega vernd til boða. Yfirlýsingu Solaris hægt að lesa í heild sinni hér að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira