Inga dregur vantrauststillöguna til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist varla eiga annan kost í stöðunni en draga vantrauststillögu sína til baka eftir að Svandís greindi frá því að hún sé komin með krabbamein í brjóst. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. „Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
„Þetta slær mann. Svakalegt að heyra,“ segir Inga Sæland í samtali við Vísi. Svandís greindi frá því á Facebook nú rétt í þessu að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti í morgun. Ingu, sem var nýbúin að leggja fram vantrauststillögu á hendur henni, er brugðið. Hún segist ekki búin að ræða þetta við sitt fólk en henni er skapi næst að draga vantrauststillöguna til baka. „Það er náttúrlega lítill bragur að leggja fram vantraust gegn einstaklingi sem er ekki á þinginu til að verja sig,“ segir Inga. Og bætir við: „Þetta er dugleg kona. Ég óska henni alls hins besta, hún tekst á við þetta með æðruleysinu.“ Inga segist aldrei hafa staðið í svona nokkru fyrr, en það hljóti að vera að vantrauststillagan verði dregin til baka fyrst svona er komið. „Það hlýtur að vera. Maður gefur þessu frið meðan svona sjúkleiki er að koma upp. Hún verður að vera viðstödd til að verja sig. Mér líður þannig núna, það er mín fyrsta tilfinning. Þetta er áfall fyrir okkur öll.“ Inga telur það líklegast í stöðunni þó hún geti ekki sagt af eða á með hundrað prósenta vissu. „Þetta eru sláandi tíðindi, skelfilegar fréttir og við sendum henni kærleiksstrauma.“ Uppfært 16:50 Inga hefur nú rætt við sitt fólk og er ósk um að vantrauststillagan verði dregin til baka komin í formlegt ferli í þinginu.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09