Innlent

Á­kærður fyrir 240 kyn­ferðis­leg skila­boð og 156 sím­hringingar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn er ákærður fyrir að senda konunni 240 skilaboð og hringja í hana tæplega 160 sinnum.
Maðurinn er ákærður fyrir að senda konunni 240 skilaboð og hringja í hana tæplega 160 sinnum. Getty

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir umsáturseinelti og kynferðislega áreitni með því að setja sig margítrekað í samband við konu gegn hennar vilja. Meint brot mannsins áttu sér stað árið 2022, nánar tiltekið frá aprílmánuði til desembermánaðar þess árs.

Manninum er gefið að sök að hafa sent konunni samtals 240 kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram, og reyna að ná sambandi við hana með mynd- eða hljóðskilaboðum í 58 skipti.

Hann er einnig ákærður fyrir að reyna að hringja í konuna 156 sinnum á öllum tíma sólarhrings. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda konunni hræðslu.

Málið er tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands, en konan krefst tveggja milljóna króna í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×